
Hér kemur línubáturinn Kristrún RE 177 að landi í Reykjavík á fyrri hluta tíunda áratug síðustu aldar, ef ég man rétt en myndina tók Valdimar Halldórsson.
Upphaflega hét báturinn Ólafur Friðbertsson ÍS 34 frá Súgandafirði, smíðaður Flekkefjord í Noregi 1964.
Síðar Albert Ólafsson KE 39 og um tíma HF 39. Aftur KE 39 og síðan þetta nafn sem hann ber á myndinni.
Eftir að ný Kristrún var keypt til landsins árið 2008 varð þessi Kristrún II RE 477 en í pottinn fór hún árið 2014.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution