
Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók þessa mynd af þýska togaranum Mark ROS 777 í morgun.
Togarinn var að veiðum norður af Nordkap en Reval Viking á stími inn til Tromsø eftir rækjuveiðar í Smugunni.
Togarinn, sem er 84 metra langur og 16 metra breiður, var smíðað í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhent eigandanum, Parlevliet & Van der Plas group í júní 2015. Heimahöfn hans er í Rostock.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.