Glaður HU 67

1065. Glaður HU 67 ex Glaður KE 67. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1986.

Glaður HU 67 er hér að manúera í höfninni á Hvammstanga sumarið 1986.

Glaður KE 67 var smíðaður í Svíþjóð 1968 fyrir Glað hf. í Keflavík og var 43 brl. að stærð. Hann var með 300 hestafla Deutz aðalvél .

Glaður KE var seldur norður til Hvammstanga 1975, kaupandinn var Eyri hf. þar í bæ. Þá fékk hann HU 67 í stað KE 67 og hélt því þar til Rækjuverksmiðjan hf. í Hnífsdal keypti bátinn vorið 1987 en þá varð hann Glaður ÍS 28. Heimild Íslensk skip

Glaður ÍS 28 strandaði á skeri rétt suður af Flatey á Breiðafirði þann 27. október 1987 þegar hann var á leið til Brjánslækjar eftir hörpudiskróður.

„Fimm menn voru á bátnum og sakaði engan þeirra. Þeir voru teknir um borð í Halldór Sigurðsson ÍS 14, sem var í grenndinni, og komu til Brjánslækjar, þaðan sem báðir bátarnir eru gerðir út, rúmlega átta í gærkveldi. Leki kom að bátnum og er óttast að ekki takist að bjarga honum“. Sagði í Morgunblaðinu daginn eftir og það reyndist rétt. Þ.e.a.s það tókst ekki að bjarga Glað ÍS 28.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s