Akurey KE 121

2. Akurey KE 121 ex Akurey SF 52. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Bæjarráð Hornafjarðar tók þá ákvörðun fyrir síðustu áramót að farga Akurey SF 2 sem verið hefur á þurru landi við höfnina um árabil.

Á Fésbókarsíðu sveitarfélagsins segir í dag:

Í dag var Akurey rifin en það vekur óhug hjá mörgum enda hefur báturinn mikið gildi hjá bæjarbúum.

Því miður þurfti að rífa Akurey þar sem ekki hefur tekist að halda bátnum við. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ítarlegrar skoðunar sérfræðinga sem töldu ekki mögulegt að halda bátnum við.

Akurey var orðin það illa farin að henni fylgdi slysahætta og því nauðsynlegt að grípa til aðgerða.

Akurey SF 52, sem var 86 brl. að stærð, var smíðuð í Danmörku 1963 fyrir Hauk Runólfsson hf. á Höfn og var lengstum gerð út frá Höfn.

Um tíma var hún gerð út frá Suðurnesjunum, fyrst frá Sandgerði. Síðar frá Keflavík af Árna Vikarssyni og var þá KE 121 en það númer ber hún á myndinni sem tekin var í Ólafsvík. Árni seldi bátinn aftur til Hornafjarðar haustið 1989.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s