Skinney SF 20 komin til landsins eftir breytingar

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Gunnar Óli Sölvason 2019.

Togskipið Skinney SF 20 kom til hafnar í Hafnarfirði í dag og tók Gunnar Óli Sölvason þessar myndir í firðinum.

Skipið lagðist að bryggju eftir sex daga siglingu frá Póllandi þar sem það var í lengingu líkt og systurskipið Þórir SF 77. Skipin voru lengd um 10 metra.

Á heimasíðu Skinneyjar-Þinganess hf. segir að skipið hafi reynst áhöfninni vel á heimleiðinni og siglir nú um mílu hraðar en það gerði fyrir breytingarnar.

Næsta skref er að setja upp nýtt vinnsludekk sem áætlað er að taki um tvær vikur. Skipið verður mun betur útbúið til veiða, bæði fyrir humar og bolfisk.

Við hönnun á vinnsludekki var sérstaklega hugað að bættri vinnuaðstöðu sjómanna, öflugri íslausri kælingu og góðri meðhöndlun á fiski.

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Gunnar Óli Sölvason 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s