Jökull ÞH 259 seldur til Noregs

259. Jökull ÞH 259 við komuna til Reykjavíkur. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Fyrir fundi Byggðarráðs Norðurþings á dögunum lá erindi frá GPG Seafood ehf. hvar varðaði forkaupsrétt sveitarfélagsins að fiskiskipinu Jökli ÞH-259.

Byggðarráð samþykkti að nýta ekki forkaupsréttinn en að sögn Gunnlaugs Karls Hreinssonar eiganda GPG Seafood ehf. hefur skipið verið selt til Noregs.

Jökli var siglt til Reykjavíkur á dögunum þar sem hann fer í slipp en hann mun verða þjónustubátur við olíuiðnað Norðmanna.

259. Súlan EA 300. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Jökull ÞH 259 var smíðaður fyrir Leó Sigurðsson útgerðarmann á Akureyri í Sandefjörd í Noregi árið 1964 og hét upphaflega Súlan EA 300.

Í Morgunblaðinu sagði svo frá komu Súlunnar EA 300 til heimahafnar þann 19. febrúar 1964:

Nýtt stálskip, Súlan EA 300, kom í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Akureyrar, um hádegisbilið í dag eigandi skipsins er Leó Sigurðsson útgerðarmaður.

Súlan er 233 lestir að stærð,byggð í Framnæs Mekanisk Værksted í Sandfjord í Noregi. Ganghraði var 11 mílur í reynsluferð og 10 mílur til jafnaðar á heimsiglingu. 

Skipið er búið öllum venjulegum siglinga- fjarskipta- og fiskileitartækjum af nýjustu og fullkomnustu gerð og er traustlegt og vandað í alla staði. Íbúðir skipshafnar eru sérlega smekklegar og þægilegar. Allar vistarverur eru með lofthitun.

Skipstjóri er Baldvin Þorsteinsson, sem áður var skipstjóri á Snæfelli, kunnur aflamaður. Stýrimaður er Jóhann Hauksson og vélstjóri Gunnar Þorsteinsson.

Súlan mun hefja togveiðar eftir nokkra daga og leggja upp afla sinn hér á Akureyri. Skipshöfn verður  12 manns.

Heimferðin gekk í alla staði prýðilega og skipið reyndist hið bezta. Múgur og margmenni kom til að fagna skipinu, er það lagðist að bryggju í dag, enda hefir Skipaflota Akureyringa hér bætzt glæsilegur og vandaður farkostur.

259. Jökull ÞH 259 ex Margrét HF 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2010.

Þannig var nú það en GPG Seafood ehf. keypti skipið sumarið 2010 en þá hét það Margrét HF 20. Skipið fékk nafnið Jökull ÞH 259 með heimahöfn á Húsavík en síðar Raufarhöfn.

259. Jökull ÞH 259 ex Margrét HF 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2013.

Hörður Björnsson ÞH 260 leysti Jökul af hólmi sumarið 2015 og hefur hann að mestu legið við bryggju á Húsavík síðan. Fór eitthvað á makríl.

En nú fær þetta 55 ára gamla skip, sem heitið hefur ýmsum nöfnum í gegnum tíðina s.s Valdimar Sveinsson VE 22, að sigla um heimaslóðir og eins og áður segir að dandalast eitthvað í kringum olíuiðnað þeirra Norðmanna.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s