Þorsteinn ÞH 115 ex Þorsteinn GK 15. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019. Þorsteinn ÞH 115 frá Raufarhöfn hefur róið þessa vertíðina, eins og undanfarnar vertíðir, frá Suðurnesjum. Elvar Jósefsson sendi síðunni þessar myndir en þá efri tók hann í gær þegar Þorsteinn kom að landi í Njarðvík. Á þeirri neðri er hann að koma til hafnar … Halda áfram að lesa Þorsteinn ÞH 115 rær frá Suðurnesjum
Day: 7. apríl, 2019
Komið til hafnar í Reykjavík
Komið til hafnar í Reykjavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér birtast myndir sem ég tók í Reykjavík um miðjan níunda áratug síðustu aldar og sýna nokkra fiskibáta koma að landi. 1091. Helgi Magnússon RE 41. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Helgi Magnússon RE 41 var smíðaður fyrir Bíldælinga í Stykkishólmi árið 1969 og hét Helgi Magnússon BA 32. … Halda áfram að lesa Komið til hafnar í Reykjavík
Stjörnutindur SU 159
972. Stjörnutindur SU 159 ex Pétur Ingi KE 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1984. Stjörnutindur SU 159 hét upphaflega Þorsteinn RE 303 og hefur nokkuð komið við sögu hér á síðunni enda litríkur ferill hjá þessum bát sem smíðaður var í Þýska alþýðuveldinu árið 1965. Búlandstindur hf. á Djúpavogi keypti bátinn frá Keflavík þar sem hann … Halda áfram að lesa Stjörnutindur SU 159
Bergvík GK 22
2617. Bergvík GK 22 ex Daðey GK 707. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Bergvík GK 22 sem GunGum ehf. gerir út er á grásleppunetum þessa dagana og hér er hún á siglingu til hafnar í Grindavík í gær. Bergvíkin var að koma í gær austan af Hraunsvíkinni eftir að hafa dregið grásleppunetin og lagði eina trossu … Halda áfram að lesa Bergvík GK 22
Nordanvik kom með sement til Helguvíkur
Nordanvik ex Tiger. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019. Sementsflutningaskipið Nordanvik kom til hafnar í Helguvík um hádegisbil í gær og tók Elvar Jósefsson þessar myndir þá. Það hefur verið að koma með sement frá Aalborg í Danmörku til sementsbyrgðarstöð Aalborg Portlands í Helguvík. Skipið var smíðað árið 2002 af Damen Shipyard í Galatí í Rúmeníu og … Halda áfram að lesa Nordanvik kom með sement til Helguvíkur
Börkur NK 122 í flotkví á Akureyri
2865. Börkur NK 122 ex Malene S. Ljósmynd Hilmar Örn Kárason 2019. Hilmar Örn Kárason tók þessar myndir af nóta- og togveiðiskipinu Berki NK 122 í flotkví Slippsins á Akureyri. Börkur NK 122 hét áður Malene S frá Noregi og var keyptur hingað til lands af Síldarvinnslunni hf. í febrúar árið 2014. Börkur var smíðaður í Tyrklandi … Halda áfram að lesa Börkur NK 122 í flotkví á Akureyri





