Kristján Guðmundsson ÍS 77

1125. Kristján Guðmundsson ÍS 77 ex Palomar T-22-SA. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson.

Kristján Guðmundsson ÍS 77 kemur hér að landi á Suðureyri við Súgandafjörð en báturinn var keyptur þangað frá Noregi í lok árs 1970.

Það var Útgerðarfélagið Óðinn hf. sem keypti bátinn sem var smíðaður hjá Einar S. Nielsen Mek. Verksted A/S í Harstad og afhentur á árinu 1968. Bar hann upphaflega nafnið Palomar T-22-SA.

Báturinn, sem var 170 brl. að stærð, átti síðar eftir að heita Vöttur SU 3, Eldeyjar-Hjalti GK 42, Bergvík KE 65, Melavík SF 34 og að lokum Gerður ÞH 110.

Báturinn var yfirbyggður og skipt um brú, mig minnir á Seyðisfirði en ef það er vitleysa þá leiðréttir mig einhver með það.

Báturinn stóð lengi undir vegg við Skipasmíðastöð Njarðvíkur en fór í pottinn til Belgíu árið 2013.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s