Solundoy á útleið frá Grindavík

IMO 9158654. Solundoy ex Øystrand. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar myndir á dögunum þegar írksi brunnbáturinn Solundoy lét úr höfn í Grindavík.

Báturinn var smíðaður árið 1997 hjá Aas Mek Verksted AS í Vestnes í Noregi. Hann er 30,6 metrar að lengd og 7,5 metra breiður. Mælist 265 brúttótonn að stærð.
Hét Øystrand til ársins 2000 er hann fékk núverandi nafn.

IMO 9158654. Solundoy ex Øystrand. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Sæbjörg ST 7

1054. Sæbjörg ST 7 ex Júlíus Ár 111. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sæbjörg ST 7 kemur hér til hafnar á Húsavík um árið en bátar Strandamanna sem stunduðu úthafsrækjuveiðar áttu það til að koma og landa á Húsavík þaðan sem aflinn var keyrður vestur til vinnslu.

Báturinn var smíðaður hjá Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi árið 1967 og hét upphaflega Drífa RE 300.

Báturinn var endurbyggður í Ósey í Hafnarfirði 1997 og fékk þá nafnið Sæbjörg ST 7 og heimahöfnin var Hólmavík. Hann hafði heitið ýmsum nöfnum í millitíðinni.

Útgerðarfélagið Dvergur ehf. í Ólafsvík keypti Sæbjörgina árið 2006 og gaf henni nafnið Sveinbjörn Jakobsson SH 10 sem báturin ber enn þann dag í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dagmar Aaen á Skjálfanda 2011

Dagmar Aaen á Sail Húsavík 2011. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ég las viðtal við þýska heimskautafarann og landkönnuðurinn Arved Fuchs í Fiskifréttum í morgun.

Það rifjaði upp skemmtilegan dag á Skjálfandaflóa í júlímánuði 2011.

Þá stóð yfir siglingahátíðin Sail Húsavík 2011 og þennan dag var m.a kappsigling seglskipa á dagskránni.

Myndin af ofan er ein fjölmargra mynda sem ég tók þennan dag en hún sýnir kútterinn Dagmar Aaen á siglingu.

Dagmar Aaen var byggð til fiskveiða árið 1931 í Esbjerg í Danmörku. Hún er sterkbyggð og vel fallin til siglinga í norðurhöfum. Arvid Fuchs keypti kútterinn fyrir þrjátíu árum eftir að hætt var að nota hann til fiskveiða. Hann gerði breytingar á honum svo hann henti til heimskautasiglinga og hefur síðan haldið í leiðangra víða um heimshöfin.

Dagmar Aaen var í Húsavíkurhöfn í vetur.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Alvarez Rosales og A Gago koma að landi

Alvarez Rosales kemur að landi í Chapela. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Vinnubátarnir sem notaðir eru við skelræktina á Vigoflóa eru margir og af ýmsum stærðum og gerðum.

Í hádeginu komu tveir þeirra til hafnar í Chapela og sýnist mér þetta vera flaggskipin þeirra hér í bæ. Bátarnir heita Alvarez Rosales og A Gago og tók ég þessar myndir í hádeginu.

A Ago á heimstími. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Doctorpintado í Vigo

IMO: 9850501. Doctorpintado í Vigo. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Þessi öflugi dráttarbáturinn varð á vegi okkar, láði reyndar, á dögunum í Vigo og að sjálfsögðu var tekin mynd.

Hann er 22 metra langur og 10 metra breiður (11 metrar segja sumar skrár) og mælist 276 GT að tærð.

Nafn hans er Doctorpintado og er hann alveg nýr af nálinni, smíðaár 2019. Hann hét upphaflega Sirapinar VII og var undir tyrkneskum fána. En það virðist hafa verið stutt.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Borboun Actic í Stavanger

Borboun Actic í Stavanger í gær. Ljósmynd Baldur Sigurgeirsson.

Baldur Sigurgeirsson vélstjóri starfar á norsku dráttarbát og var staddur í Stavanger í gær og tók þá þessa mynd.

Hún sýnir glæsilega og öflugan dráttarbát, Borboun Actic sem þjónustar olíuborpalla Norðmanna. Verkefni hans eru m.a að draga borpalla og hífa upp ankeri fyrir borpalla og stilla af en dráttarkraftur hans er 307 tonn.

Skipið var smíðað árið 2016 og er 8143 GT að stærð. Lengd þess er 93,6 metrar og breiddin 24 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lance T-83-T við bryggju í Reykjavík

Lance T-83-T. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Norska rannsóknar- og eftirlitsskipið Lance T-83-T, sem verið hefur að undnaförnu í skveringu hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík, liggur hér nýmálað við bryggju.

Það má lesa aðeins um skipið og útgerð þess á Kvótinn.is en þar segir m.a að um sögufrægt skip sé að ræða.

Það var smíðað 1978 sem nótaskip en varð síðar sel- og hvaveiðiskip en er í dag rannsóknarskip. Heimahöfn þess er Tromsø.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution