Björgunarbáturinn Sjöfn

7850. Sjöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Björgunarbáturinn Sjöfn var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Rafnari og afhentur björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík á haustmánuðum árið 2020.

Þessi mynd var tekin fyrir viku í Hafnarfirði en báturinn er af gerðinni Rafn­ar 1100.

Hann er 11 metra lang­ur og rist­ir aðeins 55 sentí­metra. Hann er knú­inn tveim­ur 300 hestafla, átta strokka Mercury-ut­an­borðsvél­um. Í bátn­um er 600 lítra eldsneyt­i­stank­ur. Sjöfn get­ur siglt á allt að 40 hnúta hraða (74 km/​klst.) og á 25 hnúta hraða (46 km/​klst.) á ann­arri vél­inni.

Hér má lesa nánar um bátinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Björgunarskipið Gísli Jóns

2967. Gísli Jóns. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði kom til Hafnarfjarðar um síðustu helgi og þessi mynd tekin þá.

Gísli Jóns er eitt af björgunarskipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og var keyptur frá Noregi árið 2019. Það var smíðað árið 1990.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gunnbjörg frá Raufarhöfn

2623. Gunnbjörg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn sést hér láta úr höfn á Húsavík í gærkveldi.

Gunnbjörg er staðsett á Húsavík um tíma vegna bilunar í bát Björgunarsveitarinnar Garðars.

Gunnbjörg var smíðuð í Englandi árið 1986 og er 40,73 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ronja Tind á Húsavík

IMO 9743801. Ronja Tind ex Oytind.Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Brunnskipið Ronja Tind er á Húsavík í dag að taka seiði frá Rifósi og flytja austur á firði. Donnalaks var hér sömu erinda um helgina.

Ronja Tind var smíðuð í Aas-skipasmíðastöðinni í Vestnes, Noregi árið 2015 og hét upphaflega Oytind.

Ronja Tind er 70 metra langt og 12 metra breitt.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Varðskipið Týr

1421. V/S Týr á Skjálfandaflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Varðskipið Týr kom til Húsavíkur síðdegis í dag og lagðist við Bökugarðinn og það ekki í fyrsta skipti. Spurning hvort þetta hafi verið í síðasta skipti.

Týr var smíðaður í Danmörku og kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Reykjavík sumarið 1975.

Hér má lesa ágrip af magnaðri sögu varðskipsins

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Arnarnes á Dýrafirði

2979. Arnarnes. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Hér siglir Arnarnes, þjónustubátur við laxeldi Arctic Sea Farm, inn Dýrafjörð á leið til hafnar á Þingeyri en myndirnar tók Jón Steinar Sæmundsson.

Arnarnes var smíðað af Moen Marin Service AS árið 2018 og mælist 42 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ópal og Esja

Esja og Ópal koma til hafnar á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Seglskútan Esja og skonnortan Ópal koma hér til hafnar á Húsavík í síðustu viku en Ópal sigldi í samfloti við Esju frá Akureyri.

Það er hópur kvenna sem kallar sig Seiglurnar siglir Esju í hringferð í kringum landið og létu þær úr höfn í Reykjavík 11. júní síðastliðinn.

Markmið ferðarinnar er að efla konur í siglingum og vekja athygli á umhverfi hafsins. Sex manna föst áhöfn er á Esju en fjórar konur bætast við á hverjum legg.

Alls 29 þátttakendur voru valdir úr hópi yfir hundrað kvenna sem láta siglingar og umhverfismál sig varða.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram og Facebook svæði þeirra:

Endurance kom í hádeginu

Endurance. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hollenska skútan Endurance kom til Húsavíkur í hádeginu en hún er 18 metra löng og 5 metra breið.

Það er svo sem ekkert meira að segja um hana þar sem lítið finnst af upplýsingum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kleifabergið verður fljótandi hótel

1360. Kleifaberg RE 70 ex Kleifaberg ÓF 2. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Kleifabergið verður innan tíðar fljótandi hótel við norðausturströnd Grænlands fyrir hóp á vegum ástralsks námuvinnslufyrirtækis sem vinnur að rannsóknum þar í landi.

Frá þessu segir í Fiskifréttum en þar kemur m.a fram:

Kleifabergið, sem var smíðað í Póllandi 1974, hét áður Engey RE og er eitt aflahæsta skip í sögu togaraútgerðar á Íslandi. Útgerðarfélagið Brim keypti Kleifaberg frá Ólafsfirði árið 2007 en skipinu  var lagt eftir langan og gifturíkan feril á Íslandsmiðum á síðasta ári.

Síðustu átta árin sem Brim hf. gerði út Kleifabergið, þ.e.a.s. frá og með 2012 og til og með 2019, nam heildar aflaverðmæti skipsins tæpum 11 milljörðum króna. Skipstjóri Kleifabergsins allt frá árinu 1997 var hinn kunni aflakóngur Víðir Jónsson.

Skipið er nú í eigu Skipaþjónustunnar í Reykjavík. Ægir Örn Valgeirsson rekur fyrirtækið með bróður sínum, Braga.

Lesa meira

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Geisli

7385. Geisli KÓ ex Eyjasómi HF 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsso 2021.

Geisli, bátur Vegagerðarinnar, var við mælingar í Húsavíkurhöfn í gær og var þessi mynd tekin þá.

Geisli var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1994 og er Sómi 660. Fyrsta kastið hét hann Eyjasómi HF 100 og var í eigu bátasmiðjunnar.

Síðan hefur hann verið í eigu Vita- og hafnamálastofnunar, Siglingastofnunar Íslands og frá árinu 2014 er Vegagerðin skráður eigandi. (aba.is)

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution