IMO 9646405. Ronja Fjord ex Oyfjord. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Ronja Fjord kom til Húsavíkur í morgun og er það í annað skipti á nokkrum dögum. Skipið flytur seiði frá Kópaskeri austur á firði. Ronja Fjord var smíðuð í Aas-skipasmíðastöðinni í Vestnes, Noregi árið 2014 og hét upphaflega Oyfjord. Skipið er 69 metra langt og … Halda áfram að lesa Ronja Fjord kom til Húsavíkur í morgun
Category: Önnur skip
Hvalur 9 RE 399
997. Hvalur 9 RE 399. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2022. Jón Steinar tók þessar flottu myndir af Hval 9 RE 399 í gær en þá kom hann með tvær langreyðar til Hvalstöðvarinnar við Miðsand í Hvalfirði. Hvalur 9 var smíðaður árið 1952 í Langesund í Noregi en Hvalur hf. keypti hann hingað til lands árið … Halda áfram að lesa Hvalur 9 RE 399
Óðinn í Grindavík
159. Óðinn. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2022. Fyrrum varðskipið Óðinn, sem nú hefur fengið haffærnisskírteini sem safnskip, sótti Grindavík heim um Sjómannadagshelgina. Páll Jónsson GK 7 og Sighvatur GK 57 buðu fólk í skemmtisiglingu og fóru þau til móts við Óðinn. Jón Steinar sendi drónann á loft og tók þessar myndir sem nú birtast. Ljósmyndir … Halda áfram að lesa Óðinn í Grindavík
Argus kom til Hafnarfjarðar í gær
Argus við komuna til Hafnarfjarðar. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2022. Nýtt skip IceTugs ehf., Argus, kom til Hafnarfjarðar í gær og tók Eiríkur Sigurðsson meðfylgjandi myndir. Argus er 68 metra langt skip í ísklassa A1 super sem notað verður við að þjónusta starfsmenn námuvinnslufyrirtækis við störf þeirra á Grænlandi. Eigendur Eigendur IceTugs eru bræðurnir Bragi Már … Halda áfram að lesa Argus kom til Hafnarfjarðar í gær
Varðskipið Þór úti fyrir Grindavík
2769. Varðskipið Þór úti fyrir Grindavík. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2022. Jón Steinar tók þessa mynd í vikunni af varðskipinu Þór úti fyrir Grindavík. Áhöfn Þórs var þar að leggja út öldumælidufl. Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them … Halda áfram að lesa Varðskipið Þór úti fyrir Grindavík
Varðskipið Freyja
3011. V/S Freyja ex GH Endurance. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Varðskipið Freyja kom til Húsavíkur í morgun og var það í fyrsta skipti sem hún kemur en skipið kom til landsins í nóvember á síðasta ári. Freyja, sem áður hét GH Endurance, er að miklu leyti sambærilegt varðskipinu Þór hvað stærð og aðbúnað varðar en … Halda áfram að lesa Varðskipið Freyja
Magni
2985. Magni. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2021. Elvar Jósefsson tók þessar myndir af dráttarbátnum Magna í vikunni en hann er í eigu Faxaflóahafna. 2985. Magni. Ljósmyndir Elvar Jósefsson 2021. Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them in higher resolution
Varðskipið Freyja kom til heimahafnar í dag
3011. V/S Freyja ex GH Endurance. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2021. Varðskipið Freyja kom til heimahafnar á Siglufirði í dag eftir siglingu frá Rotterdam í Hollandi þar sem skipið var afhent Landhelgisgæslunni á dögunum. Það var heldur hryssingslegt veðrið á Siglufirði, norðan rok og slydda. Haukur Sigtryggur lét það ekki stoppa sig og fór bæjarleið til … Halda áfram að lesa Varðskipið Freyja kom til heimahafnar í dag
Björgunarbáturinn Sjöfn
7850. Sjöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Björgunarbáturinn Sjöfn var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Rafnari og afhentur björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík á haustmánuðum árið 2020. Þessi mynd var tekin fyrir viku í Hafnarfirði en báturinn er af gerðinni Rafnar 1100. Hann er 11 metra langur og ristir aðeins 55 sentímetra. Hann er knúinn tveimur 300 hestafla, átta … Halda áfram að lesa Björgunarbáturinn Sjöfn
Björgunarskipið Gísli Jóns
2967. Gísli Jóns. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði kom til Hafnarfjarðar um síðustu helgi og þessi mynd tekin þá. Gísli Jóns er eitt af björgunarskipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og var keyptur frá Noregi árið 2019. Það var smíðað árið 1990. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í … Halda áfram að lesa Björgunarskipið Gísli Jóns