Týr á útleið

1421. V/S Týr á útleið. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Jón Steinar tók þessar flottu myndir af varðskipinu Tý í gær þegar skipið var á útleið frá Seyðisfirði.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Haki tók á móti Dettifossi

2686. Haki. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Dráttarbátur Faxaflóahafna, Haki, lék stórt hlutverk þegar komu nýs Dettifoss var fagnað í vikunni.

Hann sigldi heiðurssiglingu á undan hinu nýja skipi og myndaði stóran og fallegan vatnsboga með slökkvibyssum sínum.

Haki var smíðaður 2006 hjá Damen Shipyard Group í Hollandi og er 22,6 metrar að lengd og 8,4 metra breiður.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Arnarnes

2979. Arnarnes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Arnarnes, einn af bátum Arctic Fish, kemur hér að bryggju á Tálknafirði í fyrri viku en hann er með heimahöfn á Patreksfirði.

Báturinn var smíðaður í Moen Marin Service As í Noregi árið 2018 en kom til heimahafnar vorið 2019.

Arnarnes sem þjónustar sjókvíaeldi Arctik Fish, er vel útbúinn til þeirra verka. Báturinn er tvíbytna, 13,45 metrar að lengd, 7,5 metra breiður og mælist 42 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Björgunarsveitin Þorbjörn

2743. Oddur V. Gíslason. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Sjóflokkur björgunarsveitarinnar skrapp út frá Grindavík til æfinga í dag og tók Jón Steimar þessar myndir við það tækifæri.

Þeir voru meðal annars að æfa sig á nýjan harðbotna slöngubát sem sveitin festi nýverið kaup á. 
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík er ein öflugasta sjóbjörgunarsveit landsins og er sú sveit sem hefur bjargað flestum mannslífum úr sjávarháska. 

Hún var til að mynda fyrsta sveitin til þess að nota fluglínutæki er þeir björguðu 38 skipverjum af franska síðutogaranum Cap Fagnet 1931. Síðan þá hafa þeir bjargað rúmlega 200 manns til viðbótar með fluglínutækninni. 

Fluglínutækin eru til ennþá og klár til notkunar ef á þarf að halda, en einnig hafa ný og öflug björgunartæki bæst í vopnabúr sveitarinnar síðan þá og á þau þurfa meðlimir sveitarinnar að læra sem og að kunna á aðstæðurnar sem þeir þurfa að eiga við hverju sinni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bjarni og Árni við Háabakka

2350. Árni Friðriksson RE 200 kemur að bryggju í morgun. Ljósmynd Magnús Jónsson.

Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200 kom til Hafnarfjarðar í morgun og lagðist að Háabakka við Fornubúðir.

Við Hábakka lá fyrir Bjarni Sæmundsson RE 30 en hann kom til hafnar í gærkveldi en bæði skipin voru að koma úr hinu árlega marsralli Hafrannsóknarstofnunar.

Þetta er í fyrsta skipti sem skipin liggja bæði við Háabakka en nýja höfuðstöðvar Hafró eru í Fornubúðum 5 upp af Háabakka.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sleipnir

2250. Sleipnir. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Sleipnir, hafnarbátur Hafnarsamlags Norðurlands, siglir hér til móts við flutningaskip sem kom til Húsavíkur í vikunni.

Sleipnir var smíðaður á Akureyri árið 1995 og er 41 BT að stærð. Togkraftur hans er 11,2 tonn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Viking Enterprice kom við í Grindavík

Viking Enterprice. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Þjónustubáturinn Viking Enterprice kom við í Grindavík gær en hann er á leið vestur á Tálknafjörð frá Djúpavogi þar sem hann hefur verið við vinnu að undanförnu.

Báturinn, sem skráður er í Leirvík á Hjaltlandseyjum, hefur verið hér á Íslandi síðan í júlí á síðastliðnu sumri við vinnu í kringum laxeldið.

Eftir því sem kemur fram á síðu Jóns Steinars, Bátar & bryggjubrölt, er hans hlutverk er að draga út kvíar og festa niður, hífa og koma fyrir akkerum þar að lútandi.

Í áhöfn bátsins eru þrír menn sem að vinna hér í þrjár vikur og eru svo í fríi í þrjár vikur. Báturinn er smíðaður 2019 og því svo til nýr, 15m á lengd og 10m. á breidd og smíðaður úr áli.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Magni kom til hafnar í Reykjavík í dag

Magni kom til Reykjavíkur í dag. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson.

Magni, nýr dráttarbátur Faxaflóahafna, kom í fyrsta skipti til hafnar í Reykjavík í dag og tók Guðmundur St. Valdimarsson þessa mynd af honum.

Á vef Faxaflóhafna segir m.a:

Magni er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2.025kW aðalvélar (samanlagt 6.772 hestöfl). Togkraftur dráttarbátsins er 85 tonn áfram og 84 aftur á bak en það er samanlagður togkraftur allra núverandi dráttarbáta Faxaflóahafna, en þeir eru fjórir talsins.

Damen Shipyards í Hollandi smíðaði bátinn í skipasmíðastöð sem þeir eiga í  Hi Phong,  Víetnam. Siglingin til Íslands frá Víetnam er rúmar 10.000 sjómílur en áhöfn á vegum Damen siglir bátnum til Reykjavíkur, þar sem báturinn verður afhentur Faxaflóahöfnum sf. Við tekur svo þjálfun starfsmanna á bátinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Árni Friðriksson í Hafnarfirði

2350. Árni Friðrikson RE 200 við bryggju í Hafnarfirði. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200 lagðist að bryggju og mátaði sig við framtíðaraðstöðu Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði.

Magnús Jónsson tók þessar myndir í dag og sendi síðunni.

2350. Árni Friðrikson RE 200 við bryggju í Hafnarfirði. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

V/S Þór á Skjálfanda sumarið 2012

2769. Varðskipið Þór á Skjálfanda 21. ágúst 2012. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Varðskipið Þór kom í fyrsta skipti til Húsavíkur þann 21. ágúst árið 2012 og voru þessar myndir teknar á Skjálfanda þann dag.

Varðskipið Þór, sem er flaggskip Landhelgisgæslunnar, var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og kom það til heimahafnar í Reykjavík í október 2011. 

Á heimasíðu LHG segir m.a um skipið:

Smíði varðskipsins Þórs hófst í október árið 2007 í  Asmar skipasmíðastöð sjóhersins í Chile. Verkið gekk mjög vel og var kostnaður innan heildaráætlunar.  Vegna jarðskjálftans í Chile sem varð í febrúar 2010 og flóðbylgjunnar sem reið yfir í kjölfarið varð seinkun á smíðaferlinu þar sem miklar skemmdir urðu á skipasmíðastöðinni en með einbeittum vilja og samstilltu átaki allra var skipið afhent þann 23. september 2011. Varðskipið Þór sigldi af stað til Íslands frá Chile 28. september og kom til fyrstu hafnar á Íslandi, Vestmannaeyja  26. október kl. 14:00. Skipið sigldi inn í Reykjavíkurhöfn 27. október kl. 14:00.

Hér má lesa allar tækniupplýsingar um skipið.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution