Endurance kom í hádeginu

Endurance. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hollenska skútan Endurance kom til Húsavíkur í hádeginu en hún er 18 metra löng og 5 metra breið.

Það er svo sem ekkert meira að segja um hana þar sem lítið finnst af upplýsingum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kleifabergið verður fljótandi hótel

1360. Kleifaberg RE 70 ex Kleifaberg ÓF 2. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Kleifabergið verður innan tíðar fljótandi hótel við norðausturströnd Grænlands fyrir hóp á vegum ástralsks námuvinnslufyrirtækis sem vinnur að rannsóknum þar í landi.

Frá þessu segir í Fiskifréttum en þar kemur m.a fram:

Kleifabergið, sem var smíðað í Póllandi 1974, hét áður Engey RE og er eitt aflahæsta skip í sögu togaraútgerðar á Íslandi. Útgerðarfélagið Brim keypti Kleifaberg frá Ólafsfirði árið 2007 en skipinu  var lagt eftir langan og gifturíkan feril á Íslandsmiðum á síðasta ári.

Síðustu átta árin sem Brim hf. gerði út Kleifabergið, þ.e.a.s. frá og með 2012 og til og með 2019, nam heildar aflaverðmæti skipsins tæpum 11 milljörðum króna. Skipstjóri Kleifabergsins allt frá árinu 1997 var hinn kunni aflakóngur Víðir Jónsson.

Skipið er nú í eigu Skipaþjónustunnar í Reykjavík. Ægir Örn Valgeirsson rekur fyrirtækið með bróður sínum, Braga.

Lesa meira

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Geisli

7385. Geisli KÓ ex Eyjasómi HF 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsso 2021.

Geisli, bátur Vegagerðarinnar, var við mælingar í Húsavíkurhöfn í gær og var þessi mynd tekin þá.

Geisli var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1994 og er Sómi 660. Fyrsta kastið hét hann Eyjasómi HF 100 og var í eigu bátasmiðjunnar.

Síðan hefur hann verið í eigu Vita- og hafnamálastofnunar, Siglingastofnunar Íslands og frá árinu 2014 er Vegagerðin skráður eigandi. (aba.is)

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bjarni Sæmundsson HF 30 – Myndasyrpa

1131. Bjarni Sæmundsson HF 30 ex RE 30. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson HF 30 kom til Húsavíkur í gær en skipið er í árlegum haustleiðangri Hafrannsóknarstofnunar

Um Bjarna Sæmundsson er það að segja að skipið var smíðað í Þýskalandi árið 1970 og afhent Hafrannsóknastofnun í desember sama ár.

Skipið er 56 metra langt og 10,6 metra breitt, dýpt að efra þilfari er 7,0 metrar. Í skipinu eru þrjár vélar, 410 kw. hver. Ef keyrt er á öllum vélum er ganghraði skipsins um 12 sjómílur.

Á skipinu er 14 manna áhöfn og auk þess er aðstaða fyrir 13 vísinda- og rannsóknarmenn. Heimild Haf og vatn.is

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dráttarbáturinn Phoenix

IMO 9793155. Phoenix. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2020.

Elvar Jósefsson tók þessar myndir sem nú birtast af dráttarbátnum Phoenix sem leysir af nýja Magna sem hafnsögubátur hjá Faxaflóahöfnum.

Með myndunum fylgdu eftirfarandi upplýsingar:

Phoenix IMO nr..: 9793155
Flokkunarfélag..: Bureau Veritas. Tegund..: Dráttarbátur / Hafnsögubátur.

Afhendingarár..: Janúar 2018
Smíðastöð..: Damen Song Cam Shipyard / Damen Shipyard Gorinchem. Smíðastaður..: Víetnam / Holland.

Aðalvél/ar..: 2 x Caterpillar 3516C TA HD/C.
Hestöfl (heildar)..: 5000 hestöfl við 1600 rpm . Orka..: 3730 kW við 1600 rpm.
Ljósavélar..: 2 x Caterpillar C4.4 TA, 170 kVA, 50 Hz

Togkraftur....
Fram..: 61,40 tonn.
Aftur..: 57,40 tonn.

Dráttarbáturinn Phoenix var fengin að láni á meðan nýji Magni var í viðgerð í Hollandi. Það er Damen skipasmíðastöðin sem leggur til bátin vegna ábyrgðar á nýja Magna. Phoenix var smíðaður, þ.e skrokkur bátsins, í Damen Song Cam smíðastöðinni í Víetnam og síðan fluttur til Damen Gorinchem smíðastöðvarinnar í Hollandi, þar sem lokið var við smíði og uppsetningu búnaðar.
Báturinn er útbúinn tveimur Caterpillar aðalvélum (5000 hestöfl) og tveimur Caterpillar ljósavélum. Aðalvélarnar eru tengdar tveimur Azimut stýriskrúfum frá Rolls Royce og er þvermál hverrar skrúfu 2400 mm.

Mælistærðir……… Brúttótonn..: 293 tonn.

Mesta lengd..: 28,67 metrar. Breidd..: 9,00 metrar. Dýpt..: 4,60 metrar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dønnalaks kom til Húsavíkur í morgun

IMO 9255048. Dønnalaks ex Steigen. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Brunnbáturinn Dønnalaks kom til Húsavíkur í morgun þeirra erinda að ná í laxaseiði frá fiskeldisstöðinni Rifósi í Kelduhverfi.

Dønnalaks, sem áður hét Steigen, er með heimahöfn í Bodø í Norður Noregi en hefur þjónað fiskeldi á Austfjörðum upp á síðkastið.

Dønnalaks var smíðað árið 2002 í Sletta Båtbyggeri AS og mælist 498 brúttótonn að stærð. Lengd bátsins er 51 metrar og breidd hans 9 metrar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Týr á útleið

1421. V/S Týr á útleið. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Jón Steinar tók þessar flottu myndir af varðskipinu Tý í gær þegar skipið var á útleið frá Seyðisfirði.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Haki tók á móti Dettifossi

2686. Haki. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Dráttarbátur Faxaflóahafna, Haki, lék stórt hlutverk þegar komu nýs Dettifoss var fagnað í vikunni.

Hann sigldi heiðurssiglingu á undan hinu nýja skipi og myndaði stóran og fallegan vatnsboga með slökkvibyssum sínum.

Haki var smíðaður 2006 hjá Damen Shipyard Group í Hollandi og er 22,6 metrar að lengd og 8,4 metra breiður.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Arnarnes

2979. Arnarnes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Arnarnes, einn af bátum Arctic Fish, kemur hér að bryggju á Tálknafirði í fyrri viku en hann er með heimahöfn á Patreksfirði.

Báturinn var smíðaður í Moen Marin Service As í Noregi árið 2018 en kom til heimahafnar vorið 2019.

Arnarnes sem þjónustar sjókvíaeldi Arctik Fish, er vel útbúinn til þeirra verka. Báturinn er tvíbytna, 13,45 metrar að lengd, 7,5 metra breiður og mælist 42 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Björgunarsveitin Þorbjörn

2743. Oddur V. Gíslason. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Sjóflokkur björgunarsveitarinnar skrapp út frá Grindavík til æfinga í dag og tók Jón Steimar þessar myndir við það tækifæri.

Þeir voru meðal annars að æfa sig á nýjan harðbotna slöngubát sem sveitin festi nýverið kaup á. 
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík er ein öflugasta sjóbjörgunarsveit landsins og er sú sveit sem hefur bjargað flestum mannslífum úr sjávarháska. 

Hún var til að mynda fyrsta sveitin til þess að nota fluglínutæki er þeir björguðu 38 skipverjum af franska síðutogaranum Cap Fagnet 1931. Síðan þá hafa þeir bjargað rúmlega 200 manns til viðbótar með fluglínutækninni. 

Fluglínutækin eru til ennþá og klár til notkunar ef á þarf að halda, en einnig hafa ný og öflug björgunartæki bæst í vopnabúr sveitarinnar síðan þá og á þau þurfa meðlimir sveitarinnar að læra sem og að kunna á aðstæðurnar sem þeir þurfa að eiga við hverju sinni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution