Þorsteinn VE 18 kemur að landi í Eyjum

2157. Þorsteinn VE 18 ex Margrét ÞH 55. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

þó nokkrir smábátar eru gerðir út frá Vestmannaeyjum um þessar mundir og á þessum myndum er línubáturinn Þorsteinn VE 18 að koma að landi í gær.

2157. Þorsteinn VE 18 kemur að bryggju þar sem 2342. Víkurröst VE 70 var fyrir. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð.

Það er Útgerðarfélagið Stafnnes ehf. sem stendur að útgerð bátsins en eins og ljósmyndarinn orðaði það er eigandi hörkuduglegur peyi um tvítugt sem á hann.

Þorsteinn VE 18 var smíðaður árið 1992 og er af gerðinni Gáski 800, en lengdur yfir flotkassan síðar.

Hann hét Forkur ÁR 400 í upphafi árs 1995 og spurning hvort það hafi verið hans fyrsta nafn. Síðan Fiskines SU 65 í febrúar 1995, Jón Eggert ÍS 32 í október 1998.

Vorið 2002 var Jón Eggert ÍS 32 keyptur til Húsavíkur þar sem hann fékk nafnið Skýjaborgin ÞH 118. Kaupandi samnefnt félag í eigu Júlíusar Bessasonar og Sölva heitins Jónssonar.

Í nóvember árið 2006 er Skýjaborgin orðin RE 118 og á árinu 2007 er hún seld austur á Neskaupstað þar sem báturinn fékk nafnið Hafþór NK 44. SU 144 varð hann 2010 en árið 2011 kaupir Æðarsker ehf. á Kópaskeri bátinn og nefnir Margréti ÞH 55.

Það var svo haustið 2016 sem báturinn var seldur til Vestmannaeyja og fékk núverandi nafn.

2157. Þorsteinn VE 18 ex Margrét ÞH 55. Ljosmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s