
Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók þessa mynd af norska frystitogaranum J Bergvoll í Tromsø í dag.
J Bergvoll var smíðaður árið 2000 í Solstrand AS í Tomrefjord og afhentur þaðan í júlí það. Hann hafði smíðanúmer 69.
Togarinn var smíðaður fyrir Nergård Havfiske AS og er með heimahöfn í Harstad.
J Bergvoll er 57,30 metrar að lengd, 12,60 metra breiður og mælist 1499 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution