Ólafur Magnússon EA 250

161. Ólafur Magnússon EA 250. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Ólafur Magnússon EA 250 var mikið aflaskip á sínum tíma og hér er hann drekkhlaðinn síldarfarmi á sjöunda áratug síðustu aldar.

Ólafur Magnússon EA 250 var smíðaður árið 1960 í Brattvaag Skipsinnredning AS í Brattvaag í Noregi og hafði smíðanúmer 9 frá stöðinni. Hann mældist 173 brl. að stærð, búinn 600 hestafla Wichmann aðalvél.

Hann var samkvæmt frétt í Þjóðviljanum 7. júlí 1960 einn fullkomnasti fiskibátur landsins á þeim tíma. Báturinn, sem var smíðaður fyrir Valtý Þorsteinsson útgerðarmann, kom til heimahfnar á Akureyri 6. júlí 1960. Hann var þrjá sólarhringa og tvo klukkutíma frá Brattvaag til Akureyrar sem Þjóðviljinn sagði hraðamet á íslenskum fiskibát.

Ólafur Magnússon EA 250 var lengdur árið 1965 og mældist þá 226 brl. en var endurmældur í ársbyrjun 1969 og mældist þá 187 brl. að stærð.

Snemma árs 1983, keypti Njörður h/f í Hrísey Ólaf Magnússon EA 250 en fyrirtækið var í meirhlutaeign KEA. Báturinn fékk nafnið Sólfell EA 640 sem hann bar til ársins 1992 en í nóvember það ár var hann seldur til Noregs og tekinn af skipaskrá.

Sólfell EA 640 var að síðustu í eigu Sædísar h/f á Ólafsfirði sem notaði úreldingarétt bátsins upp í kaupin á línuskipinu Lísu Maríu ÓF 26. Auk Sólfellsins var Stakkavík ÁR 107 (1036) úreld auk smærri báta.

Í Noregi fékk báturinn nafnið Julie og var breytt í brunnbát og notaður sem slíkur þar til hann fór í brotajárn árið 2018.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Ólafur Magnússon EA 250

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s