
Sjóflokkur björgunarsveitarinnar skrapp út frá Grindavík til æfinga í dag og tók Jón Steimar þessar myndir við það tækifæri.
Þeir voru meðal annars að æfa sig á nýjan harðbotna slöngubát sem sveitin festi nýverið kaup á.
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík er ein öflugasta sjóbjörgunarsveit landsins og er sú sveit sem hefur bjargað flestum mannslífum úr sjávarháska.
Hún var til að mynda fyrsta sveitin til þess að nota fluglínutæki er þeir björguðu 38 skipverjum af franska síðutogaranum Cap Fagnet 1931. Síðan þá hafa þeir bjargað rúmlega 200 manns til viðbótar með fluglínutækninni.
Fluglínutækin eru til ennþá og klár til notkunar ef á þarf að halda, en einnig hafa ný og öflug björgunartæki bæst í vopnabúr sveitarinnar síðan þá og á þau þurfa meðlimir sveitarinnar að læra sem og að kunna á aðstæðurnar sem þeir þurfa að eiga við hverju sinni.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution