Hermundur og Herborg

6429. Herborg HF 67 ex Eva HF 67. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Einum þeirra strandveiðibáta sem ég myndaði í morgun stýrði Húsvíkingur sem lengi réri með pabba á Kristbjörgu ÞH 44. Hermundur Svansson heitir hann og eftir að hann komst á aldur og hættur á stærri bátunum fékk hann sér trilluhorn og nefndi hana Herborgu. … Halda áfram að lesa Hermundur og Herborg

Aðalsteinn og Hreinn heiðraðir á Húsavík

Fv. Hulda Sigríður Ingadóttir, Aðalsteinn Ólafsson, Hreinn Jónsson og Svanhildur Þorleifsdóttir. Ljósmynd Framsýn. Tveir húsvískir sjómenn voru heiðraðir í dag, Sjómannadaginn, við hátíðlega athöfn í Hlyn, húsnæði eldri borgara á Húsavík. Það eru þeir Aðalsteinn Ólafsson og Hreinn Jónsson sem að þessu sinni voru heiðraðir fyrir störf sín til sjós en þeir voru til fjölda … Halda áfram að lesa Aðalsteinn og Hreinn heiðraðir á Húsavík

Sjómannadagskveðja

2991. Jökull ÞH 299 ex Nanoq. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Það hefur tíðkast hjá mér hingað til að óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með Sjómannadaginn á Sjómannadaginn sjálfan en það er best að henda kveðjunni bara inn núna í upphafi Sjómannadagshelgarinnar. Sem sagt til hamingju með Sjómannadaginn og kveðjunni fylgir mynd sem ég … Halda áfram að lesa Sjómannadagskveðja

Til hamingju með daginn sjómenn

2618. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Birkeland. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005. Með þessari mynd sem sýnir Björgu Jónsdóttur ÞH 321 á skemmtisiglingu á Skjálfanda árið 2005 sendi ég sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir í tilefni Sjómannadagsins. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images … Halda áfram að lesa Til hamingju með daginn sjómenn

Síðasta sjóferðin á gömlu Fanney

398. Fanney ÞH 130 ex Byr NK 77. Ljósmynd úr safni Ívars Júlíussonar. Ívar Júlíusson hafði samband við mig í vikunni og sagðist hafa nokkrar myndir handa mér sem ég mætti nota að vild. Þær voru teknar síðla sumars 1975 þegar farið var í síðustu sjóferðina á gömlu Fanney ÞH 130 en siglt var yfir … Halda áfram að lesa Síðasta sjóferðin á gömlu Fanney

Nýr skipstjóri á Hoffelli SU 80

2885. Hoffell SU 80 ex  Smaragd. Ljósmynd Óðinn Magnason 2019. Sigurður Bjarnason hefur verið ráðinn skipstjóri á Hoffell SU 80 frá Fáskrúðsfirði. Hann tekur við starfinu af Bergi Einarssyni sem leitar nýrra ævintýra á öðru skipi. Heimasíða Loðnuvinnslunnar tók viðtal við Sigga sem endurbirt er hér: En hver er Sigurður Bjarnason? “Ég er Húsvíkingur” svaraði … Halda áfram að lesa Nýr skipstjóri á Hoffelli SU 80

Tveir sjómenn heiðraðir á Húsavík

Jakob G. Hjaltalín, Hólmfríður Arnbjörnsdóttir, Dómhildur Antonsdóttir og Hermann Ragnarsson. Tveir húsvískir sjómenn voru heiðraðir í dag, Sjómannadaginn, við hátíðlega athöfn í Sjóminjasafninu. Það vorur þeir Hermann Ragnarsson og Jakob Gunnar Hjaltalín sem að þessu sinni voru heiðraðir fyrir störf sín til sjós en þeir voru til fjölda ára á sjó frá Húsavík sem og … Halda áfram að lesa Tveir sjómenn heiðraðir á Húsavík

Guðmundur St. sigraði í norrænni ljósmyndakeppni

Gömul vísindi og ný. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2019. Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á varðskipinu Tý, sigraði í ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndum. Þetta er í annað sinn sem Guðmundur sigrar í keppninni. Ljósmyndin sem Guðmundur kallar Gömul vísindi og ný sigraði einnig í ljósmyndakeppni sjómannablaðsins Víkings í fyrra. Úrslitin voru kunngjörð í dag en Guðmundur vann keppnina … Halda áfram að lesa Guðmundur St. sigraði í norrænni ljósmyndakeppni