Síðasta sjóferðin á gömlu Fanney

398. Fanney ÞH 130 ex Byr NK 77. Ljósmynd úr safni Ívars Júlíussonar.

Ívar Júlíusson hafði samband við mig í vikunni og sagðist hafa nokkrar myndir handa mér sem ég mætti nota að vild.

Þær voru teknar síðla sumars 1975 þegar farið var í síðustu sjóferðina á gömlu Fanney ÞH 130 en siglt var yfir Skjálfandaflóa að Náttfaravíkum.

Þar var farið í land við kelttinn Hlein í Naustavík og gengið til berja en með í för voru auk áhafnarmeðlima, ættingjar og vinir.

Ívar Júlíusson er ættaður úr Naustavík en foreldrar hans fluttu þaðan til Húsavíkur árið 1934 en frændur hans og meðeigendur, Sigtryggur og Sigurbjörn Kristjánssynir fæddust þar. Fjölskylda þeirra flutti til Húsavíkur árið 1938 og þar með lagðist byggð í Náttfaravíkum af.

Eins og áður segir var þetta síðasta sjóferð þeirra á gömlu Fanney því þeir áttu von á nýrri Fanney ÞH 130 um haustið en hún var í smíðum á Akureyri.

Pálmi Karlsson á Húsavík keypti gömlu Fanney og nefndi hana Helgu Guðmundsdóttur ÞH 133.

Hér má lesa nánar um bátinn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s