Héðinn ÞH 57

1006. Héðinn ÞH 57 kemur nýr til Húsavíkur. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1966.

Hér birtast nú nokkrar myndir sem Hreiðar Olgeirsson tók í júnímánuði 1966 þegar Héðinn ÞH 57 kom nýr til Húsavíkur.

Íslendingur blað Sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi eystra birti eftirfarandi frétt 9 júní 1966:

Í fyrradag bættist Húsvíkingum nýr stálbátur í flotann, Héðinn ÞH 57, sem smíðaður var hjá Ulstein Mekaniske Verksted í Noregi fyrir Hreifa h.f. á Húsavík, en eigendur þess fyrirtækis eru bræðurnir Jón, Maríus og Sigurður Héðinssynir. Héðinn ÞH 57 er um 330 brúttólestir að stærð, ganghraði hans er um 11.3 sjómílur. 

Báturinn mun hafa kostað um 19 milljónir króna. 

Maríus Héðinsson er skiptjóri á bátnum, Sigurður Héðinsson 1. stýrimaður og Sveinn Sigurðsson 1. vélstjóri. Mun Héðinn fara rakleitt á síldveiðar.

Í bátnum eru lestar sjókældar, sem er nýlunda í hérlendum bátum. Sjókælingin heldur hita í lestunum niðri í 6°— 0° stigum C og má því geyma síld í þeim jafngóða jafnvel í nokkra daga. Þá er hægt að hólfa lestarnar í sundur fyrir söltunarsíld.

Héðinn er búinn hliðarskrúfum og tveim fullkomnum Simrad síldarleitartækjum m. a. Vélin er 800 hestafla Caterpillar. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s