
Haförn ÞH 26 kom að landi á Húsavík nú síðdegis en báturinn stundar dragnótaveiðar. Það er Uggi fiskverkun ehf. sem á Haförninn og gerir út.
Haförn ÞH 26 hét áður Þorsteinn BA 1 frá Patreksfirði og smíðaður var í Garðabær árið 1989.
Upphaflega Faxafell GK 110, því næst Blíðfari GK 275, Mundi SF 1 og Þorsteinn BA 1.
Báturinn, sem er búinn 450 hestafla aðalvél frá árinu 2001, var lengdur 1993 og mælist 71 brúttótonn (29,9 brúttórúmlestir) að stærð.
Uggi fiskverkun ehf. keypti bátinn til Húsavíkur haustið 2010.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution