Þrasi VE 20

6776. Þrasi VE 20 ex Láki ÁR 12. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Þrasi VE 20 varð fyrir linsunni hjá Hólmgeir Austfjörð í gær en báturinn er af Sómagerð. Smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1986.

Báturinn, sem er tæplega 6 brl. að stærð, var fyrst gerður út frá Ólafsvík undir nafninu Eddi SH 101. Síðan var hann seldur til Grundarfjarðar þar sem hann fékk nafnið Láki SH 55. Það var árið 1988.

Árið 2000 var báturinn seldur til Þorlákshafnar þar sem hann hélt nafninu en varð ÁR 12. Þaðan, árið 2004, lá leið bátsins til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Þrasi VE 20 sem hann ber enn þann dag í dag.

Það er Útgerðarfélagið Hellisey ehf. sem á og gerir Þrasa VE 20 út til handfæraveiða.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s