Sjöfn NS 123

2459. Sjöfn NS 123. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Sjöfn NS 123 var smíðuð árið 2000 af Baldri Halldórssyni á Hlíðarenda, ofan Akureyrar, fyrir Fiskiðjunna Bjarg ehf. á Bakkafirði.

Í Morgunblaðinu 13. desember árið 2000 sagði m.a :

Sjöfn NS er 13 metra langur bátur, smíðaður úr 38 feta skel frá Trefjum í Hafnarfirði. Báturinn er fallega innréttaður, búinn öllum nýjustu siglinga- og fiskileitartækjum og um borð eru tvær 320 hestafla IVECO- aðalvélar. Þá er í bátnum vökvakrani fyrir netaniðurleggjara og bógskrúfa en hvort tveggja er nýjung í bát sem þessum.

Vorið 2004 keypti GPG fiskverkun ehf. á Húsavík Fiskiðjuna Bjarg ehf. og með fylgdi Sjöfnin ásamt Doddu NS 2.

Sjöfn NS 123 var seld til Keflavíkur árið 2005 og fékk hún nafnið Stafnes KE 130. Árið 2007 er báturinn aftur skráður fyrir norðan þegar hann fékk nafnið Gunnþór ÞH 75, heimahöfn Raufarhöfn.

Gunnþór ÞH 75 var tekinn af skipaskrá og seldur til Noregs árið 2010.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s