
Sóley ÞH 349, sem á þessum myndum sést koma til hafnar á Húsavík, hét upphaflega Fúsi SH 161 og var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1985.
Það var Guðlaugur Einarsson skipasmiður sem smíðaði þennan rúmlega 8 brl. bát fyrir Pétur Inga Vigfússon á Hellisandi. Smíðaefni fura og eik. Í bátnum var 80 hestafla Ford vél.
Árið 1991 kaupir Ingólfur H. Árnason á Húsavík bátinn og nefnir Sóley ÞH 349. Þegar Ingólfur fékk nýja Cleopötru 33 árið 2000, sem hann nefndi Hrönn ÞH 36, var Sóley seld til Þórshafnar.
Þar fékk hún nafnið Leó II ÞH 66 en frá árinu 2010 hefur báturinn heitið Gára RE 62. Hann er í núllflokki hjá Fiskistofu.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution