Sveinbjörn Jakobsson SH 10

260. Sveinbjörn Jakobsson SH 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006.

Þessi myndasyrpa sýnir þegar Sveinbjörn Jakobsson SH 10, reyndar skráður SH 104 þegar þarna var komið við sögu, kom til Húsavík eftir að Norðursigling keypti hann.

Þetta var 1. nóvember árið 2006 en báturinn lagði upp í siglinguna til Húsavíkur, frá Ólafsvík, laugardaginn 7. október en brælur töfðu för.

Lá hann m.a um tíma í höfn á Ísafirði og gott ef hann kom ekki líka við á Flateyri.

Sveinbjörn Jakobsson SH 10 var smíðaður árið 1964 fyrir Útgerðarfélagið Dverg hf. í Esbjerg í Danmörku og gerður út frá Ólafsvík alla tíð.

„Hann var alla tíð verið mikið happaskip- og aflaskip og verið vel við haldið af eigendum svo eftir hefur verið tekið“. Sagði m.a í bæjarblaðinu Jökli þegar fjallað var um bátinn og sölu hans.

Upphaflega var báturinn skráður 109 brl. að stærð og búinn 495 hestafla Lister aðalvél. Árið 1963 var hann endurmældur og mældist þá 103 brl. að stærð. Lengd hans er 28 metrar, breiddin 6,43 metrar. Árið 1983 var sett í hann 495 hestafla Mirrlees Blackstone aðalvél sem enn mallar þar um borð.

Báturinn fékk nafnið Garðar og eftir gagngerar endurbætur hann hóf siglingar með ferðamenn um Skjálfanda sumarið 2009.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s