
Hér liggur Fróði ÁR 33 frá Stokkseyri við bryggju í Hafnarfirði þar sem hann hefur verið í slipp og skverun. Handan bryggjunnar liggur Náttfari HF 185.
Fróði Ár 33 hét upphaflega Arnarnes GK 52 og var smíðaður árið 1963 í Stálsmiðjunni hf.í Reykjavík.
Báturinn var 103 brl. að stærð og smíðaður fyrir Íshús Hafnarfjarðar hf. í Hafnarfirði. Hann var fyrsta stálfiskiskipið sem smíðað var á Íslandi.
Arnarnes GK 52 var selt Hraðfrystihúsi Stokkseyrar ofl. í desembermánuði 1973. Báturinn fékk nafnið Fróði ÁR 33 sem hann hét allt til enda en hann var tekinn af skipaskrá sumarið 2008. Seldur í brotajárn.
Fróði Ár 33 gekk í gegnum breytingar á sínum tíma sem m.a fólust í nýrri brú, síðar var hann lengdur og yfirbyggður.
Allt um það síðar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution