Steinunn SH 167 með fullfermi

1134. Steinunn SH 167 ex Ingibjörg RE 10. Ljósmynd Alfons Finnsson 2020.

Það var ansi góður dagur hjá köllunum á Steinunni SH 167 enn þeir komu með fullfermi, eða rúm 84 tonn, að landi í Ólafsvík í gærkveldi.

Steinunn SH 167 er á dragnót sem fyrr og fékkst aflinn í fjórum hölum á Breiðafirði. Alfons Finnsson tók þessar myndir þegar Steinunn kom til hafnar.

Steinunn hét upphaflega Arnfirðingur II GK 412 og var smíðaður í Stálvík í Garðabæ 1970. Eigandi Arnfirðings II frá því í ársbyrjun 1971 var Arnarvík hf. í Grindavík . 

Þegar Arnfirðingur II,sem var 105 brl. að stærð, var að koma úr róðri þann 20. desember sama ár hlekktist honum á í innsiglingunni í Grindavík og rak á land.

Bátnum var síðar bjargað af strandstað og í ágúst 1972 kaupa Gunnar Richter í Reykjavík og Jóhann Níelsson í Garðabæ bátinn og nefna hann Ingibjörgu RE 10. 

Í byrjun febrúar 1973 er hann seldur Stakkholti hf. í Ólafsvík og þá fær hann nafnið Steinunn SH 167. Steinunn var lengd og yfirbyggð 1982 og mælist í dag 153 brl. að stærð.

Upphaflega var í bátnum 565 hestafla Caterpillar aðalvél en í dag er í honum 715 hestafla Caterpillar.

1990 seldi Stakkholt hf. báta sína. Núverandi eigendur Steinunnar stofnuðu þá útgerðarfélagið Steinunni ehf. og keyptu bátinn. 

Síðan þá er búið að gjörbreyta bátnum, m.a. setja á hann nýja brú, nýr skutur settur á hann auk perustefnis ofl. breytinga.

1134. Steinunn SH 167 ex Ingibjörg RE 10. Ljósmynd Alfons Finnsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s