Jóhanna ÁR 206

1043. Jóhanna ÁR 206 ex Akurey SF 41. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Jóhanna ÁR 206 kemur hér að landi í Þorlákshöfn á vetrarvertíðinni árið 2005.

Jóhanna ÁR 206, sem fór í brotajárn árið 2019, hét upphaflega Hafdís SU 24 og var með heimahöfn á Breiðdalsvík.

Hún var smíðuð árið 1967 fyrir Braga hf. á Breiðdalsvík og fór smíðin fram í Stálvík hf. í Garðahreppi.

Báturinn var seldur til Flateyrar árið 1972 þar sem hann fékk nafnið Vísir ÍS 174, eigandu Hjálmur hf. á Flateyri.

Báturinn var 196 brl. að stærð með 550 hestafla MWM aðalvél en sumarið 1972 var hann endurmældur og mældist þá 149 brl. að stærð.

Í lok maí 1981 kaupir Hornfirðingur hf. á Höfn skipið sem heldur nafninu en verður SF 64. Í ársbyrjun 1986 kaupa Jón Gunnar Helgason, Sólveig Edda Bjarnadóttir og Stefán Arngrímsson á Hornafirði bátinn. hann heldur nafni og númeri.  Heimild Íslensk skip.

Árið 1987 var báturinn yfirbyggður og ný brú sett á hann og síðar sett í hann 650 hestafla Mitsubishi aðalvél.

Vísir SF 64 var seldur Mars ehf. vorið 1994 og fékk nafnið Sigurður Lárusson SF 108, aftur urðu eigendaskipti 1998 og þá fékk báturinn nafnið Akurey SF 41. Eigandi Skinney-Þinganes.

Báturinn var keyptur til Þorlákshafnar, þar sem hann fékk nafnið Jóhanna ÁR 206, í byrjun árs 2001. Eigandi Hannes Sigursson en frá árinu 2008 var fyrirtæki hans, Hafnarnes-VER hf., skráður eigandi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s