Grótta fær nafnið Jökull

7465. Grótta AK 9 ex Freyr ST 111. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Grótta AK 9 hélt í morgun frá Húsavík áleiðis til nýrrar heimhafnar á Kópaskeri þar sem báturinn mun fá nafnið Jökull ÞH 17.

Báturinn, sem er tæplega 8 brl. að stærð, var fluttur norður á bíl og sjósettur á Húsavík í gær en eigandi bátsins er Vísland ehf. á Kópaskeri.

Báturinn var smíðaður já Bátasmiðjunni Samtak hf. í Hafnarfirði árið 1997, af gerðinni Víkingur 800. Hann hefur verið skutlengdur og er nú Víkingur 920.

Hann var smíðaður fyrir Ós sf. í Bolungarvík og hét upphaflega Guðmundur Einarsson ÍS 155. Kunnlegt nafn það.

Árið 2000 var báturinn seldur til Hólmavíkur þar sem hann fékk nafnið Lilla ST 87. Árið 2004 fékk hann nafnið Kópnes ST 64 og 2014 breyttist það í Freyr ST 111. Alltaf með heimahöfn á Hólmavík.

Í nóvember árið 2019 fær báturinn það nafn sem hann ber á myndinni, Grótta AK 9, og heimahöfnin Akranes. Það var svo fyrr í þessari viku, samkvæmt vef Fiskistofu, að hann fékk nafnið Jökull ÞH 17.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s