Hrafn GK 111 kom að landi í Grindavík undir kvöld

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Það er mikil stemming í höfnum við Reykjanesið þessa dagana og margir að róa. Línuskipið Hrafn GK 111 kom að landi í Grindavík undir kvöld og tók Jón Steinar þessa flottu myndasyrpu af honum.

Hrafn GK 111 var með fullfermi, það er rúm 300 kör. Það gerir eitthvað á milli 90-100 tonn en aflinn fékkst suðvestur af Grindavík.

Það er Þorbjörn hf. sem gerir Hrafn GK 111 út en upphaflega er þetta Gullberg VE 292 frá Vestmannaeyjum.

Gullberg VE 292 var smíðað hjá Baatservice Verft A/S í Mandal í Noregi 1974 fyrir Ufsaberg hf. í Vestmannaeyjum. Skipið var yfirbyggt 1977 og lengt 1995 og brúin hækkuð ásamt því að settur var á það bakki. Lengd þess er 48,46 metrar, breiddin er 8,2 metrar og mælist það 446 brl. / 601 BT að stærð.

Hrafn GK 111 hét eins og áður segir upphaflega Gullberg VE 292, síðan Gullfaxi KE 292, og svo Ágúst GK 95.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s