Viking Enterprice kom við í Grindavík

Viking Enterprice. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Þjónustubáturinn Viking Enterprice kom við í Grindavík gær en hann er á leið vestur á Tálknafjörð frá Djúpavogi þar sem hann hefur verið við vinnu að undanförnu.

Báturinn, sem skráður er í Leirvík á Hjaltlandseyjum, hefur verið hér á Íslandi síðan í júlí á síðastliðnu sumri við vinnu í kringum laxeldið.

Eftir því sem kemur fram á síðu Jóns Steinars, Bátar & bryggjubrölt, er hans hlutverk er að draga út kvíar og festa niður, hífa og koma fyrir akkerum þar að lútandi.

Í áhöfn bátsins eru þrír menn sem að vinna hér í þrjár vikur og eru svo í fríi í þrjár vikur. Báturinn er smíðaður 2019 og því svo til nýr, 15m á lengd og 10m. á breidd og smíðaður úr áli.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s