Marta Ágústsdóttir GK 14

967. Marta Ágútsdóttir GK 14 ex GK 31. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Hér koma nokkrar myndir af Mörtu Ágústsdóttur GK 14, sem var í eigu Eldhamars ehf., koma til hafnar í Grindavík þann 10. mars árið 2009.

Upphaflega Keflvíkingur KE 100 og var hann fyrstur í röð átján báta sem Þjóðverjar smíðuðu fyrir Íslendinga í Boizenburg á árunum 1964-1967. 

Keflvíkingur KE 100 hét þessu nafni í rúmlega 30 ár en árið 1996 fékk hann nafnið Bergur Vigfús GK 53. Það nafn bar hann til ársins 2001 er hann fékk það nafn sem hann er með á myndinni. En var GK 31 til ársins 2006 er GK 14 var sett á bátinn.

Árið 2012 fékk báturinn sitt síðasta nafn, Þórsnes SH 109, sem hann bar þangað til að hann fór í pottinn í Ghent í Belgíu um mitt ár 2017. Þá reyndar SH 198.

Upphaflega var 660 hestafla Lister aðalvél í bátnum en 1975 var sett í það 750 hestafla Callesen. Keflvíkingur KE 100 var lengdur og yfirbyggður árið 1978 og mældist eftir það 265 brl. að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s