1018. Helga II RE 373. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987. Helga II RE 373 er hér á toginu á rækjunni árið 1987 en þegar þarna var komið í sögu hennar var stutt í þá nýju sem smíðuð var í Ulsteinvik í Noregi. Hún kom ári síðar og tók skipasmíðastöðin, Ulstein Hatlö A/S, þessa upp í og … Halda áfram að lesa Helga II RE 373
Day: 17. desember, 2019
Árbakur EA 308
2154. Árbakur EA 308 ex Natsek. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Árbakur EA 308 liggur hér utan á Kolbeinsey ÞH 10 við slippkantinn á Akureyri. Myndin er tekin um jólahátíð, og er mér næst að halda að Árbakur hafi þarna verið nýkominn í flotann. Hann var keyptur til landsins árið 1991 og kom til Akureyrar 18. desember … Halda áfram að lesa Árbakur EA 308
Bjarnarvík ÁR 13
482. Bjarnarvík ÁR 13 ex Bakkavík ÁR 100. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982. Bjarnarvík ÁR 13 kemur hér til hafnar í Þorlákshöfn á vetrarvertíðinni 1982 en myndina tók Hreiðar Olgeirsson skipstjóri á Kristbjörgu ÞH 44 frá Húsavík. Bjarnarvík var þegar þarna var komið í eigu Suðurvarar hf. í Þorlákshöfn. Upphaflega hét báturinn Guðmundur Þórðarson GK 75 … Halda áfram að lesa Bjarnarvík ÁR 13