Sæþór EA 101

1291. Sæþór EA 101 ex Votaberg SU 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987.

Sæþór EA 101 hét upphaflega Jón Helgason ÁR 12 og var smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar hf. á Ísafirði árið 1973.

Jón Helgason ÁR 12 var 120 brl. að stærð smíðaður fyrir Fræg hf. í Þorlákshöfn. Báturinn var 120 brl. að stærð búinn 500 hestafla B&W Alpha aðalvél. Hann var lengdur árið 1974 og mældist þá 134 brl. að stærð.

Haustið 1979 keypti Austfirðingur hf. Jón Helgason til Eskifjarðar en þá hafið hann verið á Hornafirði í fjögur ár sem Jón Helgason SF 14. Gerður út af Gjafa hf. þar í bæ. Á Eskifirði fékk hann nafnið Votaberg SU 14 sem hann bar til ársins 1986.

Það ár haust keypti G. Ben s/f á Árskógssandi bátinn og nefndi Sæþór EA 101. Báturinn var yfirbyggður árið 1988 og 1993 var skipt um brú og nýr skutur settur á hann. Þetta var framkvæmt í Slippstöðinni á Akureyri. Eftir þessar breytingar mældist báturinn 150 brl. að stærð. Árið 1988 var einnig sett í bátinn 628 kw MAN aðalvél.

Sæþór EA 101 var gerður út frá Árskógssandi til ársins 2005 en í nóvember það ár keypti Útgerð Arnars ehf. í Stykkishólmi bátinn og nefndi Arnar SH 157. Hann var gerður út frá Stykkishólmi til ársins 2009 er hann var seldur til Noregs.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s