Friðgeir Björgvinsson RE 400

1851. Friðgeir Björgvinsson RE 400. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Friðgeir Björgvinsson RE 400 var smíðaður hjá Stálvík í Garðabæ og hafði smíðanúmer 35 hjá stöðinni.

Báturinn, sem smíðaður var fyrir Helga Friðgeirsson í Reykjavík, var afhnetur frá skipasmíðastöðinni 18. desember 1987. Hann var sérstaklega útbúinn til línuveiða með Mustad línuvélasamstæðu eins og segir í 10. tbl. Ægus árið 1988.

Friðgeir Björgvinsson RE 400, sem var yfirbyggður og var þá nýlunda á svo litlum bát, var 20 brl. að stærð. Hann var 13,42 metrar að lengd og 4,01 metrar á breidd. Aðalvélin var 182 kw. Ford Mermaid.

Báturinn var lengdur í 14,95 metra árið 1997 en þá hét hann Arnar SH 157. Við það varð hann 22 brl. að stærð.

Síðar hét báturinn Arnar II SH, Bjarni Svein SH, Kristín Finnbogadóttir BA, Nunni EA, Sólrún EA og loks Sól. Fyrst EA og í dag ÍS 330 en báturinn var keyptur til Suðureyrar eftir mikinn eldsvoða sem varð um borð í bátnum við bryggju á Árskógssandi 12. nóvember 2017.

Árið 2001 var sett ný vél í bátinn, 355 hestafla/261 kw. Deutz.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Maí TH 194

Maí TH 194. Mynd úr safni Helga Árnasonar.

Maí TH 194 var smíðaður á Akureyri 1955, af Nóa bátasmið, og var 8 brl. að stærð búinn 44 hestafla Kelvin díselvél.

Eigendur frá 10. júlí 1956 voru Pálmi Héðinsson, Sigtryggur Brynjólfsson, Helgi Árnason, Kristján St. Jónsson og Halldór Þorvaldsson.

Báturinn fórst á Axarfirði 21. október 1959 og með honum tveir menn. Heimild Íslensk skip.

Í Þjóðviljanum 25. október er að finna þessa frétt:

Talið er nú fullvíst að vélbáturinn Maí frá Húsavík, sem á voru tveir menn, hafi farizt.

Á bátnum voru þessir menn: Kristján Stefán Jónsson,51 árs, kvæntur og átti 5 börn, Aðalsteinn Baldursson, 26 ára, kvæntur og átti 1 barn.

Maí fór í róður frá Húsavík sl. miðvikudag austur að Mánáreyjum. Kl. 12 talaði hann í talstöðina og bjóst við að verða á Húsavík kl hálf-fjögur til fimm. Þá átti hann eftir að draga nokkuð af línunni. Síðan hefur ekkert til hans spurzt. Leit var hafinn þegar hann kom ekki fram á tilsettum tíma. Ýmislegt úr bátnum fannst austan Mánáreyja en leit sem var haldið áfram síðast í gær hefur engan árangur borið, og er nú talið fullvíst að báturinn hafi farið með mjög skjótum hætti.

Myndin kemur úr safni Helga Árnasonar frá Ásgarði á Húsavík en hann var einn eigenda bátsins um tíma.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution