Jónína ÍS 930

2142. Jónína ÍS 930 ex Glóðanes. Ljósmynd Sigfús Jónsson.

Línubáturinn Jónína ÍS 930 var keypt til Íslands frá Klakksvík í Færeyjum sumarið 1991 en þar hét báturinn Glóðanes.

Það var Brimnes hf. á Flateyri sem keypti bátinn en hann var smíðaður árið 1988 hjá Moen Slip og Mekanisk Verksted A/S, í Kolvereid í Noregi.

Jónína ÍS 930 var smíðanúmer 27 hjá umræddri stöð sem smíðaði m.a Freyju RE 38 og Stafnes KE 130 fyrir íslendinga.

Báturinn er 22 metra langur og 7 metra breiður og var búinn til línuveiða með Mustad beitingavél um borð.

Jónína ÍS 930 var seld til Noregs árið 1998.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution