
Snör Ár 16, sem hér sést koma að landi í Þorlákshöfn hét sjö nöfnum á sinni tíð en einkennisstafirnir voru mun fleiri.
Upphaflega hét báturinn Cæsar ÍS 47 og var smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar hf. Ísafirði árið 1942. Cæsar ÍS 47, sem var 15 brl. að stærð, búinn 66 hestafla Kelvinvél, var smíðaður fyrir Ásgeir Guðmundsson og Sölva Ásgeirsson á Flateyri sem áttu bátinn í eitt ár.
Þrisvar sinnum var skipt um vél í bátnum, ný 66 hestafla Kelvin var sett í hann árið 1958. 120 hestafla Ford Mercraftvél fór í hann 1978 og 200 hestafla, Caterpillar árið 1986.
Á vef Árna Björns, aba.is, segir svo um bátinn:
Cæsar átti eftir að koma víða við næstu árin og heita hinum ýmsu nöfnum. Frá árinu 1943 hét báturinn Sæbjörn SH-91, Grundarfirði. Frá árinu 1946 hét hann Sæbjörn RE-91, Reykjavík. Frá árinu 1949 hét hann Sæbjörn SU-44, Fáskrúðsfirði.
Frá árinu 1955 hét hann Sæbjörn NK-22, Neskaupstað. Frá árinu 1957 hét hann Vísir NK-22, Neskaupstað. Frá árinu 1961 hét hann Vísir SU-256, Fáskrúðsfirði. Frá árinu 1965 hét hann Vísir SK-56, Sauðárkróki. Frá árinu 1970 hét hann Vísir RE-95, Reykjavík. Frá árinu 1971 hét hann Vísir ÍS-260, Ísafirði.
Frá árinu 1971 hét hann Árni Magnússon ÍS-260, Ísafirði. Frá árinu 1978 hét hann Vísir RE-39, Reykjavík. Frá árinu 1982 hét hann Skálafell ÁR-16, Þorlákshöfn og Eyrarbakka. Frá árinu 1985 hét hann Snör ÁR-16, Þorlákshöfn. Frá árinu 1988 hét hann Hafbjörg ÁR-16, Þorlákshöfn.
Frá árinu 1989 hét hann Hafbjörg VE-115, Vestmannaeyjum. Frá árinu 1990 hét hann Hafbjörg VE-815 og það nafn bar báturinn þegar honum var fargað og hann felldur af skipaskrá 9. júlí 1991
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution