Bárður kom til heimahafnar í dag

2965. Bárður SH 81. Ljósmynd Alfons Finnsson 2019.

Bárður SH 81 kom til heimahafnar í Ólafsvík í dag og tók Fonsi þessa mynd af honum við það tækifæri.

Bárður SH 81 kom til landsins 30. nóvember sl. en þá lagðist hann að bryggju í Hafnarfirði þar sem m.a var sett í bátinn netaspil og krapakerfi.

Báturinn er smíðaður fyrir Pétur Pétursson skipstjóra og útgerðarmann á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann mun leysa af hólmi Víkingbát með sama nafni sem er 30 bt. að stærð.

Bárður SH 81 er 26,90 metra langur og 7 metra breiður og þar með stærsti trefjaplastbátur sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð. Báturinner útbúinn til netaveiða, en auk þess er hann með búnað til dragnótaveiða. Hann mun geta borið 55 tonna afla í körum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Lundey ÞH 350

1352. Lundey ÞH 350 ex Svala NK 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Lundey ÞH 350 kemur hér til hafnar á Húsavík en hún var gerð út af Kristbirni Árnasyni, Bóba, skipstjóra á Sigurði.

Sigurður Konráðsson á Siglufirði smíðaði bátinn árið 1974 og nefndi Kóp SI 7. Hann var 6 brl. að stærð búinn 68 hestafla Listervél.

Í júní 1975 kaupir Örn Snorrason í Hrísey Kópinn sem varð við það EA 274. Sumarið 1976 kaupir Guðmundur Karlsson á Neskaupstað bátinn og nefnir Svölu NK 54.

Það var svo 1978 sem Bóbi kaupir bátinn til Húsavíkur og nefnir Lundey ÞH 350. Heimild: Íslensk skip

Ný Lundey ÞH 350 leysti þessa af hólmi árið 1991 og fékk sú gamla nafnið Lundey II ÞH 351.

Báturinn var felldur af skipaskrá 30. desember 1992 og í framhaldi þess settur á áramótabrenndu 31. des. 1993. Heimild: aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr.