
Dagatal Skipamynda fyrir árið 2020 er komið úr prentun og er þetta í ellefta skipti sem það kemur út.
Eins og sjá má á myndinni fyrir ofan sem tekin var í dag er vetrarveður á landinu, ef einhver hefur ekki tekið eftir fréttum þar um, og kemur dagatalið því ekki til mín fyrr en á fimmtudag eða föstudag.
Myndin tengist ekki dagatalinu sem áhugasamir geta pantað á korri@internet.is, verðið er 3300 kr. og fyrstir koma fyrstir fá.
Á dagatalinu má finna sum af nýjustu skipum flotans í bland við eldri skip og eru þau af öllum stærðum og gerðum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution