Jóhanna Magnúsdóttir RE 70

708. Jóhanna Magnúsdóttir RE 70 ex Gustur SH 143. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Jóhanna Magnúsdóttir RE 70 kemur hér til hafnar í Reykjavík um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Upphaflega hét báturinn Pétur Sigurðsson RE 331 og var smíðaður í Landssmiðjunni í Reyjavík árið 1956. Hann var smíðaður fyrir Sigurð Pétursson í Djúpuvík á Ströndum.

Báturinn, sem var 35 brl. að stærð búinn 240 hestafla GM vél, var seldur í desember 1957 Höfðakletti h/f á Höfðakaupstað og fékk nafnið Skallarif HU 15. Árið 1960 kaupir Þórður Jóhannesson í Keflavík bátinn og nefnir Ólaf KE 49.

Sumarið 1973 kaupir Soffanías Cesilsson í Grundarfirði Ólaf og nefnir Gust SH 24. Sama ár var sett í bátinn 350 hestafla Caterpillarvél. Haustið 1975 kaupir fyrrnefndur Þórður bátinn aftur til Keflavíkur og fær hann sitt fyrra nafn, Ólafur KE 49.

Sumarið 1983 kaupir Soffanías bátinn aftur og nú í félagi við Valdimar Elíasson og Rúnar Magnússon. Báturinn fær aftur nafnið Gustur og nú SH 143. Vorið 1984 kaupir Gísli Guðmundsson í Reykjavík bátinn og gefur honum það nafn sem hann ber á myndinni, Jóhanna Magnúsdóttir RE 70. Heimild. Íslensk skip.

Jökull hf. á Raufarhöfn keypti Jóhönnu Magnúsdóttur RE 70 árið 1989 og gerði m.a út til innfjarðarrækjuveiða á Öxarfirði í nokkur ár. Báturinn var tekinn af skipaskrá í desember 1992 og hét þá Öxarnúpur ÞH 166.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s