Viðar ÞH 17

1353. Viðar ÞH 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Viðar ÞH 17 var smíðaður 1973 hjá Básum hf. í Hafnarfirði fyrir Hólmstein Helgason hf. á Raufarhöfn.

Í 6 tbl. Ægi 1974 sagði m.a:

15. febrúar afhentu Básar h.f., Vestmannaeyjum, nýsmíði nr. 1, sem er 19 rúmlesta eikarfiskiskip. Fiskiskip þetta, Viðar ÞH 17, er í eigu Hólmsteins Helgasonar h.f., Raufarhöfn. Smíði skipsins fór fram í Hafnarfirði, en þar hafa Básar h.f. nú aðsetur.

Ætlunin var að smíða Viðar ÞH 17 í Vestmannaeyjum en eldgosið í Eyjum sett þá fyrirætlun úr skorðum og flutti Básar hf. starfsemi sína til Hafnarfjarðar.

Í bátnum var 205 hestafla Scania aðalvél sem skipt var út fyrir aðra eins árið 1983. Viðar ÞH 17 var gerður út frá Raufarhöfn til ársins 2000 er hann var seldur úr þorpinu.

Báturinn var keyptur til Þingeyrar þar sem hann fékk nafnið Björgvin ÍS 468. Í ágústmánuði árið 2004 sökk báturinn þar sem hann var að veiðum um 17 sjm. undan Dýrafirði. Áhöfnin, tveir menn, bjargaðist um borð í Steinunni ÍS 817.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Hafdís SF 75

1415. Hafdís SH 75 ex Hafdís ÍS 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Hafdís SF 75 liggur hér við bryggju á Hornafirði sumarið 2004 en báturinn var keyptur þangað vorið 1991.

Báturinn var keyptur frá Ísafirði þar sem hann hafði borðið saman nafn en verið ÍS 25.

Upphaflega hét báturinn Fróði SH 15 og var smíðaður í Slippstöðinni hf. á Akureyri fyrir Víglund Jónsson í Hróa hf. í Ólafsvík. Fróði var 143 brl. að stærð búinn 887 hestafla MWM aðalvél. Hann var yfirbyggður árið 1981.

Fróði SH 15 var seldur Magna hf. á Ísafirði sumarið 1989 og fékk hann nafnið Hafdís ÍS 25 og var gerður út á rækju.

Hafdís Sf 75 var seld úr landi til niðurrifs árið 2005.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr.