Hrói, Maggi, Gosi, Orri og kirkjan

Trillur í Húsavíkurhöfn um 1990. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessi mynd var tekin við Húsavíkurhöfn um 1990 og sýnir kirkjuna okkar með smáabáta í forgrunni.

Innstur er Hrói ÞH 29, í eigu Guðmundar Baldurssonar, þá Maggi ÞH 68, í eigu Þorgeirs Þorvaldssonar, því næst Gosi ÞH 9, í eigu Birgirs Lúðvíkssonar og ystur er Orri ÞH 16 sem var í eigu Halldórs Þorvaldssonar. Síðar eignaðist Sigurjón Kristjánsson Orra og nefndi Val ÞH 16.

Baldur Pálsson bátasmiður á Húsavík smíðaði Hróa árið 1970 fyrir Guðmund son sinn, Jóhann Sigvaldason á Húsavík smíðaði Magga, sem hét upphaflega Farsæll ÞH 68, fyrir Bessa Guðlaugsson árið 1961. Baldur Halldórsson á Hlíðarenda við Akureyri smíðaði Gosa árið 1963 en upphaflega hét báturinn Rúna EA 41. Heimild aba.is

Orri ÞH 16 var smíðaður 1978 hjá Mótun í Hafnarfirði og samkvæmt skipakrá heitir hann Óli Tóftum KE 1 í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Vörður ÞH 44 kom og fór

2962. Vörður ÞH 44. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Vörður ÞH 44 kom að landi í Grindavík í gær en erindið var að setja í land tæknimenn frá Völku og Micro sem voru um borð til þess að stilla og fínpússa búnað á vinnsludekki.

Jón Steinar tók meðfylgjandi myndir við það tækifæri. Eftir að hafa skilað mönnunum í land lét Vörður úr höfn til að klára fyrstu veiðiferðina.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution