Þórsnes II SH 109

1424. Þórsnes II SH 109. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Þórsnes II SH 109, sem hér að ofan sést draga netin á Breiðafirði, var smíðað fyrir samnefnt fyrirtæki í Stykkishólmi árið 1975.

Þórsnes II SH 109 var eitt þeirra raðsmíðaskipa sem Slippstöðin á Akureyri smíðaði og voru af­hent eigendum sínum á árunum 1971 til 1975. Stærð þessara skipa, var 105 – 150 brl. og var Þórsnesið, sem var fjórtánda og síðasta skipið, 143 brl. að stærð.

Dagur á Akureyri sagði svo frá 22. maí 1975:

Hinn 15. maí afhenti Slippstöðin á Akureyri fjórtánda raðsmíðaða, 150 tonna fiskibátinn til Þórsness h.f. í Stykkishólmi. Báturinn hlaut nafnið Þórsnes II SH 109, og er útbúinn til línu-, neta-, nóta- og togveiða.

Aðalvélin er Mannheim 765 hestöfl. Tvær hjálparvélar eru af gerðinni Volvo. Í skipinu eru öll hin vönduðustu fiskileitartæki og má þar meðal annars nefna höfuðlínumæli, og siglingartæki af vönduðustu gerð. Báturinn gekk 12,5 sjómílur í reynsluferð.

Skipstjóri á Þórsnesinu er Kristinn Ó Jónsson og Baldur Agnarsson er fyrsti vélstjóri.

Við afhendingu þessa 150 lesta stálfiskibáts, sem nú er kominn til heimahafnar, þar sem tekið var á móti honum með viðhöfn, er nú lokið raðsmíði báta af þessari gerð hjá Slippstöðinni h.f. á Akureyri að sinni.

Þórsnes II SH 109 var yfirbyggt árið 1988 í Njarðvík og um leið sett ný brú á það. Meira um Þórsnesið síðar…

1424. Þórsnes II SH 109. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s