Jón Baldvinsson RE 208

1553. Jón Baldvinsson RE 208. Ljósmynd Þór Jónsson.

Þessa flottu mynd af skuttogaranum Jóni Baldvinssyni RE 208 tók Þór Jónsson á Djúpavogi.

Jón Baldvinsson RE 208 var smíðaður fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur í Portúgal og kom til landsins í júnímánuði það ár.

Í 9 tbl. Ægis 1980 segir svo:

Nýr skuttogari, m/s Jón Baldvinsson RE-208, bœttist við fiskiskipastól landsmanna 24. júní s.l, en þann dag kom hann til heimahafnar sinnar, Reykjavíkur.

Jón Baldvinsson RE er smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Estaleiros Navais De Viana Do Castelo, EP í Portugal, og er smíðanúmer 112 hjá stöðinni. Þetta er annað fiskiskipið sem Portúgalir smíða fyrir íslendinga, en hið fyrra var skuttogarinn Már SH-127, sem kom til landsins í maí s.l. Samið var um þessi tvö skip í ágúst árið 1978.

Jón Baldvinsson RE, sem er systurskip Más SH, er smíðaður eftir norskri teikningu frá fyrirtækinu Ankerlökken Marine A/S, sömu teikningu og skuttogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS, sem vars míðaður í Noregi og kom í júní á s.l. ári.

Helztu frávik á smíði og fyrirkomulagi frá Júlíusi Geirmundssyni komu fram í lýsingu á Má SH í 7.tbl. Ægis.

Jón Baldvinsson RE er í eigu Bœjarútgerðar Reykjarvíkur og er þetta fimmti skuttogarinn í eigu B.Ú.R.en fyrir eru þrír spœnskir skuttogararar af stærri gerð, þ.e. Bjarni Benediktsson, Ingólfur Arnarson og Snorri Sturluson; og Hjörleifur (áður Freyja RE), skuttogari af minni gerð sem keyptur var þriggja ára til landsins.

Skipstjóri á Jóni Baldvinssyni RE er Snorri Friðriksson og l. vélstjóri Vilberg Normann. Framkvœmdastjóri útgerðar er Marteinn Jónasson.

Jón Baldvinsson var 53,45 metrar að lengd og 10,50 metra breiður. Hann mældist 493 brl. að stærð. Aðalvélin var 2350 hestafla Wichmann.

Grandi hf. seldi Jón Baldvinsson RE 208 til Chile haustið 1997.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Snör ÁR 16

903. Snör ÁR 16 ex Skálafell ÁR 16. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Snör Ár 16, sem hér sést koma að landi í Þorlákshöfn hét sjö nöfnum á sinni tíð en einkennisstafirnir voru mun fleiri.

Upphaflega hét báturinn Cæsar ÍS 47 og var smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar hf. Ísafirði árið 1942. Cæsar ÍS 47, sem var 15 brl. að stærð, búinn 66 hestafla Kelvinvél, var smíðaður fyrir Ásgeir Guðmundsson og Sölva Ásgeirsson á Flateyri sem áttu bátinn í eitt ár.

Þrisvar sinnum var skipt um vél í bátnum, ný 66 hestafla Kelvin var sett í hann árið 1958. 120 hestafla Ford Mercraftvél fór í hann 1978 og 200 hestafla, Caterpillar árið 1986.

Á vef Árna Björns, aba.is, segir svo um bátinn:

Cæsar átti eftir að koma víða við næstu árin og heita hinum ýmsu nöfnum. Frá árinu 1943 hét báturinn Sæbjörn SH-91, Grundarfirði. Frá árinu 1946 hét hann Sæbjörn RE-91, Reykjavík.  Frá árinu 1949 hét hann Sæbjörn SU-44, Fáskrúðsfirði. 

Frá árinu 1955 hét hann Sæbjörn NK-22, Neskaupstað. Frá árinu 1957 hét hann Vísir NK-22, Neskaupstað.  Frá árinu 1961 hét hann Vísir SU-256, Fáskrúðsfirði. Frá árinu 1965 hét hann Vísir SK-56, Sauðárkróki. Frá árinu 1970 hét hann Vísir RE-95, Reykjavík. Frá árinu 1971 hét hann Vísir ÍS-260, Ísafirði. 

Frá árinu 1971 hét hann Árni Magnússon ÍS-260, Ísafirði. Frá árinu 1978 hét hann Vísir RE-39, Reykjavík. Frá árinu 1982 hét hann Skálafell ÁR-16, Þorlákshöfn og Eyrarbakka. Frá árinu 1985 hét hann Snör ÁR-16, Þorlákshöfn. Frá árinu 1988 hét hann Hafbjörg ÁR-16, Þorlákshöfn. 

Frá árinu  1989 hét hann Hafbjörg VE-115, Vestmannaeyjum. Frá árinu 1990 hét hann Hafbjörg VE-815 og það nafn bar báturinn þegar honum var fargað og hann felldur af skipaskrá 9. júlí 1991

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution