Gulltoppur ÁR 321

874. Gulltoppur ÁR 321 ex Gulltoppur GK 321. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Gulltoppur ÁR 321 kemur hér að landi í Þorlákshöfn á vetrarvertíðinni árið 1982.

Nói Kristjánsson bátasmiður á Akureyri smíðaði bátinn árið 1962 fyrir Guðmund Bjarnason og Freystein Þórarinsson í Neskaupsstað. Hann var 10 brl. að stærð búinn 61 hestafla Bolindervél.

Árið 1969 er báturinn seldur til Húsavíkur þar sem hann fær nafnið Grímur ÞH 25. kaupendur voru Þormóður Kristjánsson og feðgarnir Ásgeir Kristjánsson og Kristján Ásgeirsson.

Árið 1973 var sett ný vél niður í bátinn, 125 hestaafla Caterpillar kom í stað Bolindervélarinnar sem fyrir var.

Undir árslok 1976 var Grímur ÞH 25 seldur suður á Vatnsleysusströnd þar sem hann fékk nafnið Gulltoppur Gk 321. Kaupandi Sæmundur Á. Þórðarson. Erlingur Ævarr Jónsson í Þorlákshöfn kaupir Gulltopp í desember árið 1979 og hann verður ÁR 321.

Sumarið 1984 kaupir Sveinn S. Steinarsson í Þorlákshöfn bátinn sem heldur nafni og númeri. Síðsumars 1986 er Gulltoppur seldur Suðurvör hf. sem selur hann skömmu síðar Selnesi hf. á Breiðdalsvík. Báturinn fékk nafnið Kambavík SU 24.

Á vefnum aba.is segir að báturinn hafi frá 1989 heitið Kambavík SU 158, Breiðdalsvík og einnig á árinu 1989 Kambavík HF 4, Hafnarfirði. Frá árinu 1990 hét báturinn Kambavík HF 344 og bar hann það nafn þegar honum var fargað og hann tekinn af skipaskrá 12. sept. 1990.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s