Skálaberg á siglingu á Skjálfanda

923. Skálaberg ÞH 244 ex Sigurður Þorkelsson ÍS 200. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987.

Skálaberg ÞH 244 er hér á siglingu á Skjálfanda sumarið 1987 en báturinn var gerður út frá Húsavík árin 1985-1990.

Báturinn var smíðaður árið 1957 í Danmörku fyrir Sigvalda Þorleifsson h/f í Ólafsfirði og hét Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36. Báturinn var endurbyggður frá grunni hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og lauk þeirri vinnu árið 1985 en stöðin hafði átt bátinn frá árinu 1974.

Þá hét hann Símon Gíslason KE 155 en fékk nafnið Sigurður Þorkelsson ÍS 200 að endurbbyggingu lokinni. Eigandi Helgi Geirmundsson á Ísafirði. Áður hafði báturinn borið nöfnin Ásmundur GK 30, Flosi ÍS 15 og Sólrún KE 61.

Eigendur Skálabergs ÞH 244 voru bræðurnir Egill og Aðalgeir Olgeirssynir sem keyptu bátinn til Húsavíkur frá Ísafirði haustið 1985. Hann var síðan seldur Saltfangi hf. á Neskaupstað í ágústmánuði 1990 þar sem hann fékk nafnið Hlífar Pétur NK 15.

Eftir að báturinn fór frá Neskaupstað 1993 hefur hann borið nöfnin Kolbrún ÍS 74, Freyja GK 364, Röstin GK 120, Orri ÍS 180, HF 180, GK 63 og aftur ÍS 180.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. og þess má geta að Skálabergið er á dagatalinu.

Sigrún AK 71 – Faxaberg HF 104

1780. Sigrún AK 71 ex Faxaberg HF 104. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Sigrún AK 71 var smíðuð í skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ fyrir Geir Sigurjónsson í Hafnarfirði og hét báturinn upphaflega Björg HF 76.

Sigrún AK 71 var seld til Noregs árið 2007 en hafði á þessum 20 árum borið nöfnin Björg HF 76, Guðrún Bára HF 11, Þórunn HF 57, Faxaberg HF 104 og Sigrún AK 71.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr.

Svalbakur EA 2 á toginu á Flæmska

2220. Svalbakur EA 2 ex Cape Adair. Ljósmynd Ómar Örn Jónsson.

Svalbakur EA 2 er hér á toginu á Flæmska hattinum um árið en myndina tók Ómar Örn Jónsson skipverji á Þórunni Havsteen ÞH 40.

ÚA keypti togarann frá Kanada og kom hann í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri þann 22. apríl 1994.

Um skipið segir m.a eftirfarandi í júnítölublaði Ægis það ár:

Nýr skuttogari bœttist við flota Akureyringa 22. apríl sl., en þann dag kom Svalbakur EA 2 í fyrsta sinn til heimahafnar. Skuttogari þessi, sem áður hét Cape Adair, er smíðadur árið 1989 fyrir Kanadamenn hjá Qrskov Christensens Staal- skibsvœrft A/S í Frederikshavn í Danmörku, smíðanúmer 171 hjá stöðinni. Hönnun skipsins var í höndum Nordvestconsult A/S í Álesund í Noregi.

Hinn nýi Svalbakur EA kemur í stað Svalbaks EA 302 (sk.skr.nr. 1352), 781 rúmlesta skuttogara, smíðaður árið 1969, en keyptur til landsins árið 1973. Þess má geta að um- rœddur togari var flakavinnslutogari, þegar hann var keyptur til landsins, en sá búnaður tekinn úr honum. Jafnframt hverfur úr rekstri frystitogarinn Guðmunda Torfadóttir VE (2191), sem keyptur var til landsins á sl. ári, og lítill trébátur.

Svalbakur EA er í eigu Útgerðarfélags Akureyringa hf. Skipstjóri á skipinu er Kristján Halldórsson og yfirvélstjóri Bergur Bergsson. Framkvœmdastjóri útgerðar er Gunnar Ragnars.

Svalbakur EA 2 er 67.00 metrar að lengd og breidd hans er 14 metrar. Skipið mælist 1419 brl./2291 BT að stærð. Aðalvélin 4484 hestafla MAK.

Svalbakur fór úr landi árið 2000 og var gerður út frá Færeyjum undir nafninu Ocean Pride VN 555 og síðar gert út frá St. John á Nýfundnalandi nafninu Newfound Pioneer. Á þessu ári skipti togarinn um eigendur og heitir nú Dorado 2 og er heimahöfn hans nú Liepaia í Lettlandi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. Sent um land allt.