Indriði Kristins kemur að landi í dag

2947. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Indriði Kristins BA 751 fór í línuróður frá Grindavík í  fyrrakvöld og kom að landi í dag eftir að hafa lagt, og dregið, línuna tvisvar.

Um Indriða Kristins BA 751 hefur verið skrifað hér á síðunni og því tala myndirnar sínu máli að þessu sinni. Þær tók Jón Steinar Sæmundsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Trade Navigator kom til Húsavíkur í morgun

IMO 9631371. Trade Navigator við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Hollenska flutningaskipið Trade Navigator kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum.

Þar er nú skipað upp hráefnisfarmi fyrir kísilver PCC á Bakka.

Trade Navigator var smíðað árið 2013 og er 5,667 GT að stærð. Lengd þess er 118 metra og breiddin er 16 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution