
Lyngey SF 61 hét upphaflega Fylkir NK 102 og var smíðuð í Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. árið 1972 fyrir Drift hf. í Neskaupstað.
Báturinn, sem upphaflega var 92 brl. að stærð var seldur til Hafnar í Hornafirði árið 1978 og fékk þá nafnið Lyngey SF 61.
Frá Höfn var báturinn gerður út til ársins 1989 er hann var seldur til Ólafsvíkur þar sem hann fékk nafnið Tungufell SH 31. Vorið 1992 var Tungufellið selt innan bæjar í Ólafsvík og fékk nafnið Egill SH 195.
Egill SH 195 hefur verið lengdur yfirbyggður og skipt um brú og mælist hann 99 brl. að stærð í dag. Eigandi Litlalón ehf. í Ólafsvík.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Sæll Hafþór.Fylkir var fyrsti (stóri) báturin sem snillingurin Stefán Jóhannsson ásamt hans mönnun í Vélsmiðju Seyðisfjarðar byggðu,og ef ég man rétt var hann byggður úti.En áð’ur höfðu þeir byggt að ég held einna 5 50 tonna báta.Fylkir er en í fullu fjöri sem að mig minnir Egill.
Líkar viðLíkar við
Átti að vera 5 bátar en ekki 550.
Líkar viðLíkar við