733. Reynir GK 47 ex Reynir ÁR 18. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Reynir GK 47 kemur hér til hafnar í Grindavík um miðbik níunda áratugs síðustu aldar. Báturinn hét upphaflega Reynir VE 15, smíðaður í Strandby í Danmörku árið 1958. Hann var 72 brl. að stærð. Eigendur hanns voru Páll og Júlíus Ingibergssynir frá Hjálmsholti í … Halda áfram að lesa Reynir GK 47
Day: 18. apríl, 2019
Sólfari AK 170
1156. Sólfari AK 170 ex Fagurey SH 71. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér er Sólfari AK 170 að færa sig til í Hafnarfjarðarhöfn um árið en Sólfari hét upphaflega Arinbjörn RE 54 og var smíðaður á Akureyri 1971. Í 12. tbl. Ægis 1971 sagði m.a: Í apríl mánuði s.l. hljóp af stokkunum nýtt 149 brl. stálfiskiskip … Halda áfram að lesa Sólfari AK 170
Maersk Lota undir krananum í Malaga
Maersk Lota undir krananum í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Flutningaskipið Maersk Lota var í höfní Malaga í upphafi vikunnar og þá var þessi mynd tekin. Skipið var smíðað árið 2012 og er 300 metrar að lengd, breidd þess er 45 metrar og það mælist 89,505 GT að stærð. Það siglir undir fána Singapore og … Halda áfram að lesa Maersk Lota undir krananum í Malaga
Þórður ÞH 92
5476. Þórður ÞH 92. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér er Þórður ÞH 92 í fjörunni neðan Beinabakkans á Húsavík og greinilega verið að skvera bátinn. Jóhann Sigvaldason bátasmiður á Húsavík smíðaði Þórð ÞH 92 fyrir Viðar Þórðarson árið 1961. Báturinn var 3,51 brl. að stærð, smíðaður úr furu og eik. Búinn 33 heestafla Volvo Penta. Ekki … Halda áfram að lesa Þórður ÞH 92
Barði NK 120
1976. Barði NK 120 ex Norma Mary H 110. Ljósmynd Þór Jónsson. Togarinn Barði NK 120 er hér á siglingu en myndina tók Þór Jónsson á Djúpavogi. Togarinn Barði var smíðaður í Flekkefjord í Noregi fyrir Skipaklett hf. á Reyðarfirði árið 1989 og bar upphaflega nafnið Snæfugl. Skipaklettur hf. og Síldarvinnslan sameinuðust árið 2001. Um … Halda áfram að lesa Barði NK 120




