Akranes kom til Grindavíkur í gær

2777. Akranes ex Víkingur. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Farþegabáturinn Akranes kom til Grindavíkur í gær og tók Jón Steinar þessar myndir af honum.

Akranes var smíðað 1971 og var fyrst notað sem slökkvibátur fyrir sænska herinn. Akranes hét upphaflega Ísafold á íslenskri skipaskrá en það nafn fékk hann árið 2008.

Sumarið 2013 var báturinn seldur til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Víkingur. Í nóvember 2019 keypti Loðna ehf. bátinn og gaf honum nafnið Akranes.

Samkvæmt því sem fram kemur í kommenti á síðu Jóns Steinars er stefnt að því að sigla Akranesi til Grænhöfðaeyja.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gunilla frá Gautaborg

IMO 5239515. Gunilla. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Sænska seglskipið Gunilla hefur dólað um Skjálfandaflóa síðan í gær og lá fyrir akkerum í nótt. Hún kom upp að Bökugarðinum eftir hádegi í dag og náði í vistir en sigldi síðan á braut.

Hún var byggð sem fragtskip í Oskarshamn í Svíþjóð árið 1941 og notað sem slíkt til ársins 1997. Þá var henni var breytt í seglskip og er notuð sem skólaskip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lúxussnekkjan Calypso

IMO: 1006544. Calypso ex Sorimar.

Þessi mynd var tekin í morgun þegar lúxussnekkjan Calypso lét úr höfn á Húsavík.

Ca­lyp­so, sem kom til Húsavíkur í gærkveldi, siglir undir fána Caymaneyja og er með heimahöfn í Geor­get­own. 

Calypso hét Solimar og var smíðuð í Amels í Hollandi árið 2003. Hún er 61,5 metrar að lengd, breidd hennar er 10,6 metrar og um borð eru sex lúxu­skáetur á­samt stórri hjóna­svítu. 

Fimmtán manna á­höfn er um borð í Calypso se getur náð 15,5 sjómílna hraða en hún er knúin áfram af tveimur 2600 hestafla Caterpillar dieselvélum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Örkin á siglingu

1420. Örkin ex Keilir SI 145. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Örkin fór í stutta reynslusiglingu síðdegis í dag og var ekki annað að heyra þegar í land var komið að allt hafi virkað vel.

Örkin, sem hét áður Keilir SI 145, er í eigu Gunnars Júlíussonar á Siglufirði og var smíðuð í Skipavík í Stykkishólmi 1975. Unnið hefur verið að því undanfarin misseri að breyta bátnum í skemmtibát og sér nú fyrir endan á því verkefni.

Báturinn hét upphaflega Kristbjörg ÞH 44 og smíðuð fyrir útgerðarfélagið Korra h/f á Húsavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

1420 kominn á flot aftur

1420. ex Keilir SI 145. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Fyrrum Keilir SI 145 fór á flot í dag eftir að hafa verið í slipp á Húsavík síðan í september en þar var honum breytt í skemmtibát af flottustu gerð.

Það eru einhverjir dagar, eða vikur, í að hann verði klár en það voru teknar nokkrar myndir í dag og hér birtist ein. Set inn syrpu við tækifæri.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Skonnortan Opal á Skjálfandaflóa

2851. Opal á Skjálfandaflóa í kvöld. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skonnortan Opal kom til Húsavíkur í kvöld og voru þessar myndir teknar við það tækifæri.

Skipið var smíðað af skipasmíðastöðinni Bodenwerft í Damgarten, Þýskalandi árið 1951 sem togari og var við veiðar á Eystrarsalti, í Norðursjó og Barentshafi. 

Á 8 árum (1973-1981) var Opal breytt í þá glæsilegu tveggja mastra skonnortu sem hún er í dag. Skipið hefur siglt um allan heim, t.d. siglt yfir Atlantshaf nokkrum sinnum og alltaf einstaklega vel viðhaldið.

Opal var í eigu sömu aðila allt frá endurbyggingu til ársins 2013 er hún bættist við flota Norðursiglingar á Húsavík.

2851. Opal. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Snorri á leið í slipp

950. Snorri ex Fríða. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Hér má sjá hvalaskoðunarbátinn Snorra EA 317 frá Dalvík á leið upp í slippinn á Húsavík sumarið 2009.

Norðursigling hafði hann þá á leigu en í dag heitir báturinn Lundi RE 20.

Báturinn var smíðaður 1964 í skipasmíðastöð KEA fyrir Hríseyinga og hét þá Farsæll II EA 130. Þeir voru tveir smíðaðir eftir þessari teikningu og sjósettir um leið. Venus EA 16 og Farsæll II og voru með smíðanúmer 99 og 100 hjá Skipasmíðastöð KEA.

Gjarnan kallaðir tvílembingarnir en sögu þessara báta má lesa á síðu Árna Björns Árnasonar, aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Norræna sullast áfram í ssv 25 m/s

IMO 9227390. Norræna. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Færeyska ferjan Norræna og togarinn Ottó N Þorláksson VE 5 mættust úti fyrir Austurlandi nú síðdegis og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir sem hér birtast.

„Norræna siglir hér á 18 sjm. ferð framan við okkur austur af Seyðisfirði, við erum á bullandi lensi í ssv 25 m/s“ skrifaði Hólmgeir með sendingunni.

Norræna var smíðuð fyrir Smyril Line í Færeyjum árið 2003 og er með heimahöfn í Færeyjum. Smíðin fór fram í Lübeck í Þýskalandi. Lengd skipsins eru 164 metrar og breiddin 30 metrar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Flatey kemur úr Flatey

7405. Flatey ÞH ex Fugl. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flatey er skemmtibátur í eigu Ingvars Sveinbjörnssonar á Húsavík og tók ég þessar myndir nú áðan þegar báturinn kom til hafnar á Húsavík.

Ingvar og hans fjölskylda eiga húseignir í Flatey og nota bátinn til siglinga á milli Húsavíkur og eyjunnar. Þaðan var hann að koma í dag.

Flatey var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1995 og var af gerðinni Sómi 860. Hét, eftir því sem ég kemst, Sæþór RE 41. Báturinn var skráður sem skemmtibátur árið 2003.

Í dag er báturinn Sómi 1000 eftir að hafa farið í breytingar á Akureyri fyrir nokkrum misserum síðan.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Donna Wood

Donna Wood í Scoresbysundi. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Donna Wood er tveggja mastra skonnorta í eigu Norðursiglingar á Húsavík og siglir m.a með farþega um Scoresbysund.

Donna Wood var smíðuð árið 1918 og er því kominn á annað hundraðið í árafjölda. Hún var byggð sem vitaskip en árið 1990 var henni breytt í það horf sem hún er nú í. Þ.e.a.s tvímastra skonnorta til farþegasiglinga.

Donna Wood við bryggju í Nýhöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2013.

Hún siglir undir dönskum fána og er með heimahöfn í Kaupmannahöfn þaðan sem hún var gerð út. M.a til siglinga með ferðamenn sem og gisti- og veitingastaður við Nýhöfn.

Donna Wood þykir vönduð og vel smíðuð, búin sjö káetum fyrir 12 farþega og borðsal fyrir 24.

Donna Wood. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.
Donna Wood. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution