IMO: 8802868. Sea Spirit ex Spirit of Oceanus. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Skemmtiferðaskipið Sea Spirit hafði viðkomu á Húsavík í dag og var þessi mynd tekin er það lét úr höfn síðdegis. Skipið siglir undir Portúgölsku flaggi og er með heimahöfn á Madeira. Sea Spirit var smíðað árið 1991 og mælist 4,200 GT að stærð. Lengd … Halda áfram að lesa Sea Spirit
Category: Farþegaskip
Sylvía og Fridtjof Nansen
1468. Sylvía - IMO 9813084. Fridtjof Nansen. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Sylvía kemur úr hvalaskoðunarferð í dag og við Bökugarðinn liggur Fridtjof Nansen. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them in higher resolution
Fridtjof Nansen kom í morgun til Húsavíkur
IMO 9813084. Fridtjof Nansen við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Norska skemmtiferdaskipið Fridtjof Nansen kom til Húsavíkur í morgun og liggur nú við Bökugarð. Fridtjof Nansen er svokallað leiðangursskip sem Hurtigruten Costal AS gerir út og ber nafn norska landkönnuðar og vísindamannsins, Fridtjof Nansen. Skipið er, eins og systurskip þess Roald Amundssen, tvíorku (hybrid) skip og … Halda áfram að lesa Fridtjof Nansen kom í morgun til Húsavíkur
Azamara Pursuit
IMO: 9210220. Azamara Pursuit, Garðar og Amma Sigga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Skemmtiferðaskipið Azamara Pursuit kom til Húsavíkur snemma í morgun og lét síðan úr höfn skömmu eftir hádegi. Skipið var smíðað í Frakklandi árið 2001 og siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Valletta. Það er 30,277 GT að stærð og lengd þess er 181 … Halda áfram að lesa Azamara Pursuit
Greg Mortimer kom til Húsavíkur í dag
IMO 9834648. Greg Mortimer. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Skemmtiferðaskipið Greg Mortimer kom til Húsavíkur fyrir stundu og eftir rúmlega sex klst. siglingu frá Akureyri. Greg Mortimer var smíðað í Kína árið 2019 og er af Ulstein X-BOW gerð. Smíðað til siglinga við Suðurskautið sem og á norðlægum slóðum. Lengd þess er 104,4 metrar og breidd … Halda áfram að lesa Greg Mortimer kom til Húsavíkur í dag
Fram
IMO 9370018. Fram. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Norska skemmtiferðaskipið Fram kom til Húsavíkur gær og lét síðan aftur úr höfn nú síðdegis. Fram, sem flokkast leiðangursskip, er gert út af fyrirtækinu Hurtigruten og er með heimahöfn í Tromsö. Skipið heitir eftir skipi landkönnuðanna norsku Roald Amundsen og Fridtjof Nansen. Fram var smíðað í Ítalíu árið … Halda áfram að lesa Fram
Le Bellot á Skjálfanda
IMO 9852418. Le Bellot á Skjálfanda í morgun. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Skemmtiferðaskipið Le Bellot hafði viðdvöl framundan Húsavíkurhöfn í dag og voru farþegar þess selfluttir í land. Le Bellot var afhent PONANT skipafélaginu árið 2020 en það á sér nokkur systurskip, m.a Le Bougainville. Skipið er 132 metrar að lengd og 18 metra breitt. Það mælist 9,988 … Halda áfram að lesa Le Bellot á Skjálfanda
NG Explorer kom til Húsavíkur í dag
IMO 8019356. National Geographic Explorer siglir inn Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Farþegaskipið National Geographic Explorer kom til Húsavíkur um miðjan dag í dag og það ekki í fyrsta skipti. Skipið lagðist að Þvergarðinum en Silver Whisper var við Bökugarðinn. Skipið var smíðað árið 1982 í Ulstein Verft AS í Noregi og er í … Halda áfram að lesa NG Explorer kom til Húsavíkur í dag
Silver Whisper
IMO 9192179. Silver Whisper. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Farþegaskipið Silver Whisper hefur legið við ankeri hér út af Húsavíkur síðan í morgun og fyrst um sinn sást nú lítið til þess vegna þoku. Þokulúðus skipsins var þeyttur reglulega enda léttabátar þess að flytja farþega til lands og aftur út í skip. En það létti nú … Halda áfram að lesa Silver Whisper
Seven Seas Splendor og hvalaskoðunarbátar
IMO 9807085. Seven Seas Splendor - 260. Garðar. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Skemmtiferðaskipið Seven Seas Splendor hafði viðdvöl á Skjálfanda í dag hvar farþegar þess voru fluttir í land á Húsavík með léttbátum. Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun þegar hvalaskoðunarbátar lögðu upp í ferðir á Skjálfanda og eflaust farþegar af Seven Seas Slendor um … Halda áfram að lesa Seven Seas Splendor og hvalaskoðunarbátar