Le Champlain á Skjálfanda

IMO: 9814038. Le Champlain á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skemmtiferðaskipið Le Champlaine kom til Húsavíkur snemma í morgun og lagði síðan úr höfn um miðjan dag.

Le Champlaine var smíðað árið 2018 hjá Vard Group AS í Noregi, það er 131, 46 metrar að lengd og 18 metra breitt. Það mælist 9,976 GT að stærð og er með 92 klefa um borð sem geta rúmað 184 farþega.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

NG Endurance kom til Húsavíkur

IMO:9842554. National Geographic Endurance. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Farþegaskipið National Geographic Endurance kom til Húsavíkur síðdegis í gær og lét aftur úr höfn síðar um kvöldið.

NG Endurance var smíðað árið 2020 og er í sinni jómfrúarferð. Á vef Faxa­flóa­hafna segir frá því að skipinu hafi formlega verið gefið nafn í Reykjavík á dögunum.

Þar segir einnig:

NG Endurance mun sigla hring í kringum Ísland og hafa viðkomu á nokkrum áfangastöðum. Síðan mun skipið taka smá krók, þ.e. sigla meðfram Grænlandi og Norðurslóðum.  Áhöfn NG Endurance er bólusett og kemur með skipinu þegar það kemur til landsins. Farþegar er einnig bólusettir og munu koma í gegnum Keflavíkurflugvöll, þar sem öllum sóttvarnarreglum er framfylgt.

NG Endurance er 125 metra langt og 22 metra breitt og siglir undir fána Bahamas. Eigandi er skipafélagið Lindblad Expeditions.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Crystal Endeavor á Skjálfanda

IMO 9821873. Crystal Endeavor á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Skemmti­ferðaskipið Crystal Endea­vor, sem er í jóm­frú­ar­ferð sinni við Íslands­strend­ur, kom til Húsavíkur í dag og lét aftur úr höfn eftir kvöldmat.

Á myndinni er skipið að skríða af stað og hafnsögubáturinn Sleipnir að snúa til hafnar.

Skipið sem er sex stjörnu lúx­ussnekkja upp frá Reykja­vík­ með 200 farþega, flesta Banda­ríkja­menn sem komu með flugi til lands­ins. Áhöfnin er jafnfjölmenn.

Á mbl.is kom fram að skipið mun mun sigla fimm hringi í kring­um Ísland í júlí og ág­úst. Þeir sem ekki fara í kynn­is­ferðir frá skips­fjöl frílysta sig gjarn­an í bæn­um og setja sinn svip á hann. Auk Pat­reks­fjarðar er komið við á Ísaf­irði, Sigluf­irði, Húsa­vík, Seyðis­firði, í Heima­ey og Reykja­vík.

Crystal Endeavor er 168 metra langt og 28 metra breitt og smíðaár er 2021. Það siglir undir fána Bahamas.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lúxussnekkjan Satori kom til Húsavíkur

IMO:1013078. Satori. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Lúxussnekkjan Satori kom til Húsavíkur nú í hádeginu eftir siglingu frá Akureyri.

Satori er tveggja skrúfu skip, knúið af tveimur 1876 hestafla vélum og siglir undir fána Cayman eyja.

Snekkjan, sem er 63 metrar að lengd og 11,9 metra breidd, mælist 1,584 GT að stærð. Hún var smíðuð hjá Delta Marine í Seattle í Bandaríkjunum árið 2018.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hríseyjarferjan Sævar

2378. Sævar. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hríseyjarferjan Sævar kemur hér að landi á Árskógssandi á dögunum en hún er með heimahöfn í Hrísey.

Sævar var smíðaður í Reykjavík árið 1999 en kom fyrst til Hríseyjar sumarið 2000. Sævar mælist 149 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jökull og A

IMO 1012141. A – 2991. Jökull ÞH 299 ex Naneq. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hér siglir Jökull ÞH 299 meðfram snekkjunni A í gærkveldi en hún liggur á Skjálfandaflóa, rétt utan hafnarinnar á Húsavík.

A er tæp­ir 143 metr­ar að lengd og 25 metra breið og ná möst­ur henn­ar þrjú hátt í 100 metra hæð. Jökull aftur á móti er 44 metrar að lengd og breidd hans 10 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

A á Skjálfanda

IMO 1012141. A. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þar kom að því, A er komin. Hún hefur legið á Skjálfanda í dag rétt utan hafnarinnar á Húsavík.

Hvað hún stoppar lengi veit ég ekki en maður er búinn að taka nokkrar myndirnar og á eflaust eftir að taka fleiri.

Snekkj­an er tæp­ir 143 metr­ar að lengd og 25 metra breið og ná möst­ur henn­ar þrjú hátt í 100 metra hæð. Hún er í eigu rúss­neska millj­arðamær­ings­ins And­rey Ig­or­evich Melnichen­ko.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Snekkjan A og Samskip Hoffell á Eyjafirði

IMO 1012141. A og IMO 9196943. Samskip Hoffell mætast á Eyjafirði. Ljósmynd Örn Stefánsson 2021.

Örn Stefánsson tók þessa mynd síðdegis í dag þegar lystisnekkjan A og flutningaskipið Samskip Hoffell mættust á Eyjafirði.

Í Fréttablaðinu í dag segir m.a svo frá snekkjunni:

Nafn snekkj­unn­ar er A og var henn­i hleypt af stokk­un­um árið 2015. Hún er auk segls búin vél sem knýr hana á­fram. Engu var til spar­að við gerð skút­unn­ar. Hún er í eigu rúss­nesk­a millj­arð­a­mær­ings­ins Andrey Meln­ich­en­ko og er skráð á Berm­úd­a­eyj­um. Hún er tal­in stærst­a segl­skút­a í eink­a­eig­u sem knú­in er jafn­framt með mót­or.

Snekkj­an var af­hent eig­and­a sín­um árið 2017. Hún var smíð­uð af þýsk­u skip­a­smíð­a­stöð­inn­i Kob­iskr­ug í Kiel. Ytra borð henn­ar er hann­að af Do­el­ker + Vog­es, fransk­a art­i­tekt­in­um Jacq­u­es Garc­i­a og hin­um fræg­a fransk­i hönn­uð­i Phil­ipp­e Starck, sem einn­ig hann­að­i fleyið að inn­an.

Samskip-Hoffell var smíðað árið 2000 og er 4,454 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Knörrinn kom með Sölku

306. Knörrinn – 1438. Salka GK 79. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Þann 1. júní 2012 kom Knörrinn með Sölku GK 79 norður til Húsavíkur en Norðursigling hafði þá eignast bátinn.

Rúmum fjórum árum síðar hóf hann siglingar á Skjálfanda eftir að hafa verið endurbyggður sem rafknúinn hvalaskoðunarbátur.

Salka var smíðuð á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri 1975 og hét upphaflega Vinur SH 140.

Knörrinn var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1963 og hét upphaflega Auðunn EA 157 með heimahöfn í Hrísey.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Norðurljósaslippur

Sæborg og Náttfari í Húsavíkurslipp. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessa mynd tók ég á Húsavík í kvöld og sýnir hún hvalaskoðunarbátana Sæborgu og Náttfara í slippnum en þar hafa þeir staðið upp á síðkastið.

Lítið annað um hana að segja.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution