Snorri á leið í slipp

950. Snorri ex Fríða. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Hér má sjá hvalaskoðunarbátinn Snorra EA 317 frá Dalvík á leið upp í slippinn á Húsavík sumarið 2009.

Norðursigling hafði hann þá á leigu en í dag heitir báturinn Lundi RE 20.

Báturinn var smíðaður 1964 í skipasmíðastöð KEA fyrir Hríseyinga og hét þá Farsæll II EA 130. Þeir voru tveir smíðaðir eftir þessari teikningu og sjósettir um leið. Venus EA 16 og Farsæll II og voru með smíðanúmer 99 og 100 hjá Skipasmíðastöð KEA.

Gjarnan kallaðir tvílembingarnir en sögu þessara báta má lesa á síðu Árna Björns Árnasonar, aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Norræna sullast áfram í ssv 25 m/s

IMO 9227390. Norræna. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Færeyska ferjan Norræna og togarinn Ottó N Þorláksson VE 5 mættust úti fyrir Austurlandi nú síðdegis og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir sem hér birtast.

„Norræna siglir hér á 18 sjm. ferð framan við okkur austur af Seyðisfirði, við erum á bullandi lensi í ssv 25 m/s“ skrifaði Hólmgeir með sendingunni.

Norræna var smíðuð fyrir Smyril Line í Færeyjum árið 2003 og er með heimahöfn í Færeyjum. Smíðin fór fram í Lübeck í Þýskalandi. Lengd skipsins eru 164 metrar og breiddin 30 metrar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Flatey kemur úr Flatey

7405. Flatey ÞH ex Fugl. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flatey er skemmtibátur í eigu Ingvars Sveinbjörnssonar á Húsavík og tók ég þessar myndir nú áðan þegar báturinn kom til hafnar á Húsavík.

Ingvar og hans fjölskylda eiga húseignir í Flatey og nota bátinn til siglinga á milli Húsavíkur og eyjunnar. Þaðan var hann að koma í dag.

Flatey var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1995 og var af gerðinni Sómi 860. Hét, eftir því sem ég kemst, Sæþór RE 41. Báturinn var skráður sem skemmtibátur árið 2003.

Í dag er báturinn Sómi 1000 eftir að hafa farið í breytingar á Akureyri fyrir nokkrum misserum síðan.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Donna Wood

Donna Wood í Scoresbysundi. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Donna Wood er tveggja mastra skonnorta í eigu Norðursiglingar á Húsavík og siglir m.a með farþega um Scoresbysund.

Donna Wood var smíðuð árið 1918 og er því kominn á annað hundraðið í árafjölda. Hún var byggð sem vitaskip en árið 1990 var henni breytt í það horf sem hún er nú í. Þ.e.a.s tvímastra skonnorta til farþegasiglinga.

Donna Wood við bryggju í Nýhöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2013.

Hún siglir undir dönskum fána og er með heimahöfn í Kaupmannahöfn þaðan sem hún var gerð út. M.a til siglinga með ferðamenn sem og gisti- og veitingastaður við Nýhöfn.

Donna Wood þykir vönduð og vel smíðuð, búin sjö káetum fyrir 12 farþega og borðsal fyrir 24.

Donna Wood. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.
Donna Wood. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Herjólfur hinn nýi

2941. Herjólfur. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir í dag þegar Herjólfur kom til hafnar í Vestmannaeyjum.

Þetta eru fyrstu myndirnar sem birtast af þessu skipi hér á síðunni og kominn tími til því hann kom til landsins í júní sl.

Herjólfur er 3,270 BT að stærð og skráð lengd hans er 68,86 metrar.

2941. Herjólfur. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ocean Endavour á Húsavík

Ocean Endavour við Bökugarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Farþegaskipið Ocean Endavour var á Húsavík í gær og tók Gaukur Hjartarson þessa mynd af skipinu við Bökugarðinn.

Ocean Endavour siglir undir fána Bahamas með heimahöfn í Nassau. Það var smíðað árið 1982 og mælist 12,907 GT að stærð.

Lengd skipsins er 137,1 metrar og breidd þess 21,01 metrar en hér má lesa allar upplýsingar um skipið.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ocean Nova í Scoresbysundi

IMO:8913916. Ocean Nova ex Sarpik Ittuk. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Farþegaskipið Ocean Nova er hér á siglingu í Scoresbysundi haustið 2017. Skammt undan þorpinu Ittoqqortoormiit.

Skipið hét áður Sarpik Ittuk og sigldi sem ferja við Vestur-Grænland.

Ocean Nova, sem siglir undir fána Bahamas, var smíðað árið 1992 og er 2183 GT að stærð. Heimahöfnin Nassau.

Lengd skipsins er 73 metrar og breidd þess 10.99 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Spitsbergen og Silver Cloud í höfn á Húsavík

Spitsbergen við Þvergarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Farþegaskipin Spitsbergen og Silver Cloud voru í höfn á Húsavík um helgina og tók Gaukur Hjartarson þessar myndir af þeim.

Spitsbergen var smíðað árið 2009 hjá skipasmíðastöðinni Estaleiro Navais de Viana do Castelo í Viana do Castelo í Portúgal.

Skipið var allt endurnýjað árið 2016 en það tekur 335 farþega.

Spitzbergen er 100,54 metrar að lengd, 22,27 metrar á breidd, og mælist 7,344 GT að stærð. Heimahöfn þess er í Tromso Noregi. Eigandi þess er Hurtigruten.

Silver Cloud við Bökugarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Silver Cloud var smíðað árið 1994 og er 157 metrar að lengd, 22 metra breitt og mælist 16.800 GT að stærð.

Eigandi þess er  Silversea Cruises í Mónakó en það siglir undir flaggi Bahamas með heimahöfn i Nassau.

Skipið getur tekið 296 farþega en áhafnarmeðlimir eru 222.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Independence of the Seas leggst að bryggju í Lissabon

Independence of the Seas. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Farþegaskipið Independence of the Seas lagðist að bryggju um hádegisbil í Lissabon og stökk ég upp einar 2-3 hæðir til að ná því á mynd.

Skipið er í eigu Royal Caribbean cruise line sem fékk það afhent árið 2008 frá Turku shipyard í Finnlandi.

Það er 339 metrar að lengd, 38,6 metrar á breidd og tekur 5740 farþega en klefarnir eru 1817 talsins.

Áhöfnin telur 1360 manns sem hafa 763 klefa til umráða.

Annars má lesa nánar um skipið hér

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Hebridean Sky á Húsavík

Hebridean Sky við ex Sea Explorer I. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Hebridean Sky er eitt þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til Húsavíkur í sumar og hafði það viðdvöl þar í gær.

Áki Hauksson skrifar á Fésbókarsíðu sína að þetta sé eitt af þremur systurskipum sem byggð voru á sama tíma. Það er útgerðarfélagið Noble Caledonia sem á skipið í dag en útgerðin keypti skipið árið 2014 og átti þá fyrir hin systurskip Hebridean Sky, þau Island Sky Caledonian Sky.

Systurskipin voru byggð af skipasmíðastöð Nuovi Cantieri Apuania á Ítalíu á svipuðum tíma en Hebridean Sky var tekið í notkun í Desember 1991. Skipið er 90,38 metra langt, 30 metra breitt og nær 14,5 mílna hraða og hefur verið gert út á suður-skautið aðallega í gegnum árin enda skipið byggt fyrir ís. Skipið getur tekið 120 farþega í 59 svítum um borð og lúxusinn um borð er ekki af verri endanum“. Skrifar Áki m.a um skipið.

Þess má geta að Caledonian Sky kom til Húsavíkur í júnímánuði 2011.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.