Ocean Endavour á Húsavík

Ocean Endavour við Bökugarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Farþegaskipið Ocean Endavour var á Húsavík í gær og tók Gaukur Hjartarson þessa mynd af skipinu við Bökugarðinn.

Ocean Endavour siglir undir fána Bahamas með heimahöfn í Nassau. Það var smíðað árið 1982 og mælist 12,907 GT að stærð.

Lengd skipsins er 137,1 metrar og breidd þess 21,01 metrar en hér má lesa allar upplýsingar um skipið.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ocean Nova í Scoresbysundi

IMO:8913916. Ocean Nova ex Sarpik Ittuk. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Farþegaskipið Ocean Nova er hér á siglingu í Scoresbysundi haustið 2017. Skammt undan þorpinu Ittoqqortoormiit.

Skipið hét áður Sarpik Ittuk og sigldi sem ferja við Vestur-Grænland.

Ocean Nova, sem siglir undir fána Bahamas, var smíðað árið 1992 og er 2183 GT að stærð. Heimahöfnin Nassau.

Lengd skipsins er 73 metrar og breidd þess 10.99 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Spitsbergen og Silver Cloud í höfn á Húsavík

Spitsbergen við Þvergarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Farþegaskipin Spitsbergen og Silver Cloud voru í höfn á Húsavík um helgina og tók Gaukur Hjartarson þessar myndir af þeim.

Spitsbergen var smíðað árið 2009 hjá skipasmíðastöðinni Estaleiro Navais de Viana do Castelo í Viana do Castelo í Portúgal.

Skipið var allt endurnýjað árið 2016 en það tekur 335 farþega.

Spitzbergen er 100,54 metrar að lengd, 22,27 metrar á breidd, og mælist 7,344 GT að stærð. Heimahöfn þess er í Tromso Noregi. Eigandi þess er Hurtigruten.

Silver Cloud við Bökugarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Silver Cloud var smíðað árið 1994 og er 157 metrar að lengd, 22 metra breitt og mælist 16.800 GT að stærð.

Eigandi þess er  Silversea Cruises í Mónakó en það siglir undir flaggi Bahamas með heimahöfn i Nassau.

Skipið getur tekið 296 farþega en áhafnarmeðlimir eru 222.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Independence of the Seas leggst að bryggju í Lissabon

Independence of the Seas. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Farþegaskipið Independence of the Seas lagðist að bryggju um hádegisbil í Lissabon og stökk ég upp einar 2-3 hæðir til að ná því á mynd.

Skipið er í eigu Royal Caribbean cruise line sem fékk það afhent árið 2008 frá Turku shipyard í Finnlandi.

Það er 339 metrar að lengd, 38,6 metrar á breidd og tekur 5740 farþega en klefarnir eru 1817 talsins.

Áhöfnin telur 1360 manns sem hafa 763 klefa til umráða.

Annars má lesa nánar um skipið hér

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Hebridean Sky á Húsavík

Hebridean Sky við ex Sea Explorer I. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Hebridean Sky er eitt þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til Húsavíkur í sumar og hafði það viðdvöl þar í gær.

Áki Hauksson skrifar á Fésbókarsíðu sína að þetta sé eitt af þremur systurskipum sem byggð voru á sama tíma. Það er útgerðarfélagið Noble Caledonia sem á skipið í dag en útgerðin keypti skipið árið 2014 og átti þá fyrir hin systurskip Hebridean Sky, þau Island Sky Caledonian Sky.

Systurskipin voru byggð af skipasmíðastöð Nuovi Cantieri Apuania á Ítalíu á svipuðum tíma en Hebridean Sky var tekið í notkun í Desember 1991. Skipið er 90,38 metra langt, 30 metra breitt og nær 14,5 mílna hraða og hefur verið gert út á suður-skautið aðallega í gegnum árin enda skipið byggt fyrir ís. Skipið getur tekið 120 farþega í 59 svítum um borð og lúxusinn um borð er ekki af verri endanum“. Skrifar Áki m.a um skipið.

Þess má geta að Caledonian Sky kom til Húsavíkur í júnímánuði 2011.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Halcyon 1 siglir í kvöldsólinni á Tagusánni

Halcyon 1 á siglingu á Tagusánni. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Lissabon, höfuðborg Portúgals, liggur á bökkum Tagusárinnar sem  er lengsta  á Íberíuskagans og Halycon 1, sem sést á þessari mynd, er ein af þeim fleytum sem sigla um ána með ferðamenn.

Kristsstyttan sem sést í baksýn er samskonar og í Río de Janeiro í Brasilíu og er hún yfir hundrað metrar að hæð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Fljótaskipið Douro Serenity

Douro Serenity. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Fljótaskipið Douro Serenity siglir hér á Douroánni í Portúgal en myndina tók ég af svölum íbúðarinnar í Porto þar sem dvalið er þessa dagana.

Skipið er 80 metra langt og 11 metra breitt, þriggja þilfara skip. Smíðað árið 2017 í West Sea shipyard í Viana do Castelo í Portúgal.

Um borð í skipinu eru 63 klefar sem taka 126 farþega, áhafnarmeðlimir eru 36.

Skipið er í eigu Mystic Invest og á sér tvö systurskip, Douro Splendour, Douro Elegance. Heimahöfn þess er í Porto.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Glænýtt Le Bougainville í höfn í Malaga

Le Bougainville við bryggju í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Skemmtiferðaskipið Le Bougainville lá við bryggju í Malaga í gær þegar ég var þar á ferðinni og ekki annað að sjá en þetta sé hið snotrasta skip.

Það er glænýtt og telst til lúsxuskemmtiferðaskipa af minni gerðinni og er í eigu franska skipafélagsins PONANT.

Það var afhent frá Vard skipasmíðastöðinni í Søviknes 5. apríl sl. en skrokkur þess var smíðaður í skipasmíðastöð Vard A/S í Tulcea í Rúmeníu. Skipið er eitt fjögurra skipa af þessari gerð sem smíðuð verða hjá Vard fyrir franska skipafélagið.

Le Bougainville við bryggju í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Skipið lét úr höfn í Malaga í jómfrúarsiglingu sína um kvöldmatarleytið í gær en það verður formlega vígt inn í flota PONANT þann 4. júní næstkomandi.

Áætlað er að systurskip þess, Le Dumont-d’Urville, verði afhent í júní.

Le Bougainville við bryggju í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Le Bougainville er 128 metrar að lengd, 18 metra breitt og er með 92 klefa um borð sem geta rúmað 184 farþega.

Nokkur skip í eigu PONTANT hafa komið til Íslands og amk. tvö þeirra til Húsavíkur, Le Boréal og Le Soléal.

Le Bougainville við bryggju í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Konsúll á Pollinum

2938. Konsúll. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Hvalaskoðunarbáturinn Konsúll kom úr hvalaskoðunarferð á Eyjafirði síðdegis í dag og þá var þessi mynd tekin.

Konsúll var smíðaður árið 1985 en bættist í hvalaskoðunarflota Íslendinga vorið 2017 þegar SHB Hvalaskoðun ehf. keypti hann frá Noregi.

Ambassador ehf. gerði hann út til hvalaskoðunar frá Akureyri en í dag er báturinn í eigu Akureyri Whalewatching ehf.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Herjólfur kemur til Vestmannaeyja í gær

Herjólfur. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Þessar myndir tók Hólmgeir Austfjörð í gær þegar Herjólfur kom til hafnar í Vestmannaeyjum.

Herjólfur. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Herjólfur hefur verið heiti á þremur ferjum sem gengið hafa á milli Heimaeyjar í Vestmannaeyjum og Þorlákshafnar, og seinna meir Landeyjahafnar. Núverandi Herjólfur, sá þriðji í röðinni, gengur á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar. Hann var tekinn í notkun árið 1992, og var þar um að ræða margfalt stærra og hraðaskreiðara skip en það sem á undan gekk. Hann tekur um 60 fólksbíla og allt að 388 farþega. Herjólfur er gerður út af Eimskipum, einu stærsta skipafélagi landsins. Herjólfur er eina skip Eimskipa sem er skráð á Íslandi. Wikipedia.is

Herjólfur. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 20119

Herjólfur var smíðaður í Flekkefjørd í Noregi 1992. Innan tíðar mun nýr Herjólfur sem er í smíðum í Póllandi leysa þennan af hólmi.

Herjólfur. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.