Friðrik Sigurðsson ÁR 17

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik ÁR 17. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Hér koma myndir af Friðrik Sigurðssyni ÁR 17 sem smíðaður var í Stálvík árið 1969 fyrir Hofsósbúa.

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik ÁR 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Báturinn hét upphaflega Halldór Sigurðsson SK 3 og svo sagði frá í Morgunblaðinu þann 13. ágúst 1969:

Um sjöleytið í gærkvöldi var sjósettur nýr bátur sem Stálvík h.f. hefur smíðað fyrir útgerðarfyrirtækið Nöf h.f. á Hofsósi. Heitir báturinn Halldór Sigurðsson SK 3.

Hann er 137 rúmlestir samkvæmt gömlu mælingunni, búinn 555 ha Manmheim dieselvél og 11 tonna togvindu frá Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar, Simradfiskleitartæki og öllum öðrum fullkomnustu tækjum.  Ganghraði er 11-11 1/2 míla.

Blaðamaður Mbl. hringdi til Jóns Sveinssonar tæknifræðings,forstjóra Stálvíkur, í gærkvöldi og spurði hann nánar um smíði þessa skips. Jón sagði:

— Þetta skip var smíðað fyrir hlutafélagið Nöf á Hofsósi, en segja má, að til þess sé stofnað á mjög sérstökum grundvelli. Allt fólkið í byggðarlaginu, frá hverju einasta heimili, lagðist á eina sveif um að stofna hlutafélag um þetta framtak og snúa vörn í sókn til að geta eignazt framleiðslutæki, sem flytur björg í bú. Hjá þessu fólki var um þessar mundir lítið að gera og margir urðu að leggja hart að sér til þess að þetta væri hægt.

— Skipið er heitið eftir Halldóri heitnuim Sigurðssyni ,skipstjóra og útgerðarmanni, sem var fyrsti hvatamaður að stofnun fyrirtækisins og barðist fyrir málefnum þess meðan honum entust kraftar og heilsa.

Stjórnarformaður Nafar h.f. er Valgarður Björnsson, héraðslæknir, en aðstoðarframkvæmdastjóri er Páll Þorsteinsson, skipstjóri.

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik ÁR 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Hafanarnes VER ehf. á bátinn í dag en hann hefur verið lengdur, yfirbyggður, skutlengdur og skipt um brú og vél á þessum 50 árum síðan honum var hleypt af stokkunum við Arnarvog.

Friðrik Sigurðsson Ár 17 er 35,99 metrar a lengd, 6,70 metrar á breidd og mælist 162 brl./271 BT að stærð. Aðalvélin 900 hestafla Grenaa frá 1992.

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik Ár 17. Ljósmynd Þór Jónsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s