Glænýtt Le Bougainville í höfn í Malaga

Le Bougainville við bryggju í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Skemmtiferðaskipið Le Bougainville lá við bryggju í Malaga í gær þegar ég var þar á ferðinni og ekki annað að sjá en þetta sé hið snotrasta skip.

Það er glænýtt og telst til lúsxuskemmtiferðaskipa af minni gerðinni og er í eigu franska skipafélagsins PONANT.

Það var afhent frá Vard skipasmíðastöðinni í Søviknes 5. apríl sl. en skrokkur þess var smíðaður í skipasmíðastöð Vard A/S í Tulcea í Rúmeníu. Skipið er eitt fjögurra skipa af þessari gerð sem smíðuð verða hjá Vard fyrir franska skipafélagið.

Le Bougainville við bryggju í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Skipið lét úr höfn í Malaga í jómfrúarsiglingu sína um kvöldmatarleytið í gær en það verður formlega vígt inn í flota PONANT þann 4. júní næstkomandi.

Áætlað er að systurskip þess, Le Dumont-d’Urville, verði afhent í júní.

Le Bougainville við bryggju í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Le Bougainville er 132 metrar að lengd, 18 metra breitt og er með 92 klefa um borð sem geta rúmað 184 farþega.

Nokkur skip í eigu PONTANT hafa komið til Íslands og amk. tvö þeirra til Húsavíkur, Le Boréal og Le Soléal.

Le Bougainville við bryggju í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s