Saxhamar SH 50 á netaralli

1028. Saxhamar SH 50 ex Sjöfn EA 142. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Saxhamar SH 50 kemur hér til hafnar í Sandgerði en hann er þessa dagana á svokölluðu netaralli fyrir Hafró.

Elvar Jósefsson tók þessa mynd um kvöldmatarleytið í gær en Saxhamar sinnir SV. svæðinu í netarallinu.

Saxhamar sem Útnes ehf. á og gerir út hét upphaflega Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og var smíðaður 1967 fyrir Þorbjörn hf. í Grindavík.

Einn 18 báta sem smíðaðir voru í skipasmíðastöðinni V.e.b Elbewerft í Boizenburg í Austur Þýskalandi. Ef minnið bregst mér ekki eru tveir þeirra enn að og einn liggur við bryggju í Vestmannaeyjum.

Síðar hét báturinn Sigurður Þoreifsson GK 10, því næst Sæljón SU 104, þá Sjöfn ÞH 142 og síðan Sjöfn EA 142 og loks Saxhamar SH 50.

Árið 1987 fór Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 í miklar endurbætur í Skagen í Danmörku, þær voru helstar útlitslega að báturinn var lengdur um 4 metra og yfirbyggður, settur var á hann bakki og nýr afturendi, ný brú, ásamt íbúðum undir henni.

Árið 1991 var sett á hann pera.

Árið 2005 var skipt um aðalvélina. Aðalvél skipsins er frá Caterpillar og er 862 hestöfl að stærð eða um 643 kW að stærð.

Skráð lengd Saxhamars er 36,1 metrar en mesta lengd er 39,46 metrar og breiddin 7,2 metrar. Skipið mælist 256 brl./393,59 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s