Arnar HU 1

2265. Arnar HU 1 ex Neptun. Ljósmynd Þór Jónsson 2019.

Frystitogarinn Arnar HU 1 frá Skagaströnd sést hér á toginu en þessi 60 metra togari er í eigu FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki.

Skagstrendingur hf. á Skagaströnd keypti togarann frá Rússlandi árið 1996 og sagði m.a svo frá í 5. tbl. Ægis það ár:

Nýr skuttogari bœttist við flota Skagstrendinga 28. mars sl., en þann dag kom Arnar HU 1 til landsins, nánar tiltekið til Reykjavíkur.

Skuttogari þessi, sem upphaflega hét Andrias í Hvannasundi, síðar Neptun, er keyptur frá Rússlandi en er smíðaður árið 1986 fyrir Fœreyinga hjá Langsten Slip & Bátbyggeri A/S í Tomrefjord í Noregi, smíðanúmer 114 hjá stöðinni.

Hönnun skipsins var í höndum Skipsteknink A/S í Álesund í Noregi, en skrokkur skipsins var smíðaður hjá L.H. Salthammer Bátbyggeri A/S í Vestnes í Noregi.

Arnar HU 1 komst í eigu Skagfirðinga um áramótin 2005-2006 þegar Fiskiðjan Skagfirðingur keypti Skagstrending af Brimi og fyrirtækin sameinuðust undir nafni FISK Seafood ehf.

2265. Arnar HU 1 ex Neptun. Ljósmynd Þór Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s